Sunday, March 29, 2009

Watchmen

Ég hafði heyrt um ofurhetju teiknimyndasöguna Watchmen, sem er talin vera ein besta teiknimyndasaga í heimi. og að myndin væri bönnuð í Japan útaf í henni kemur fram að Bandaríkjamenn hafi unnið Víetnam og ein persónan kemur nokkuð oft fram nakin. Ég get ímyndað mér að það sé ekki létt að setja eitthvað sem er teiknað upp sé erfitt að setja á stóra skjáinn. En þar sem ég vissi ekkert um hvað þetta snérist þá fór ég með engar væntingar nema kannski að þetta gæti verið special effect show.


SÖGUÞRÁÐUR Í STUTTU MÁLI


Myndin gerist árið 1985 en nokkru áður hafði verið hópur ofurhetja haldið lög og reglu í Ameríku (í einhverri borg, náði ekki hvar þetta gerðist nema að þetta væri í Ameríku). En á þessum sama tíma er mikil spenna á milli Ameríku og Sovíetríkjanna vegna hugsanlegrar kjarnorkustyrjaldar og bæði lönd eru í viðbragðsstöðu. Þegar myndin byrjar þá er “Dómsdagsklukkan” stillt í 5 mínútur í miðnætti (5 mínútúr í Dómsdag, í kjarnorkustyrjöld) og er hún stillt eftir því hve spennan er mikil þeirra á milli. En einhverjum árum áður hafði semsagt þessi hópur grímuklæddra manna og kvenna verið einskonar Súperman þarna úti en síðan höfðu verið sett lög um að öllum væri bannað að fremja verk (góð eða vond) í grímu-/búningaklæðnaði. Þannig að þessar ofurhetjur settust snemma í helgan stein. En sumar af þeim voru upprunalegar, aðrar dánar, einhverjir höfðu tekið við og síðan orðar elliglopnar (sýndist að þessir verndamenn höfðu byrjað um 1940, sá þá á einhverjum borða í myndinni). En einn daginn er ein af þessum hetjum myrt heima hjá sér, þá fer önnur af stað með rannsókn sína á því hvort það sé einhver að ráðast á grímuklæddar hetjur. Hann leitar þá að hinum hetjunum um aðstoð og þau halda út að leita að því hvað sé í raun að gerast við heiminn. Ég vil ekki segja meira um söguþráðinn því meira skemmir fyrir.

PERSÓNUR

Það eru nokkuð margar “aðal” persónur í þessari mynd, en það eru eftirlifandi hetjur úr upprunalega hópnum. En það ber kannski að taka fram að aðeins ein þeirra var virkilega með einhverja ofur krafta. Hinir virðast bara vera eitthvað rosalega sterk.

Aðalpersóna myndarinnar er samt í rauninni Rorschach, sá sem heldur að einhver sé að ráðast á gamla hópinn sinn. Hann gengur alltaf með grímu fyrir andlitinu og talar með rámri röddu. Það var svolítið eins og hann hefði spiderman kraftar, þar sem hann gat hoppað og hálf hlaupið upp veggi. Reglulega kemur í myndinni eins og þetta sé úr dagbókinni hans, það kemur alltaf eitthvað svona: Dagbók Rorschach 13. október 1985.

Hetjan sem hefur hina raunverulegu krafta heitir Jon Osterman eða Dr. Manhattan en ég hef heyrt talað um hann sem “bláa gaurinn”. Hann er sá eini heiminum sem gæti komið í veg fyrir kjarnorkustyrjöld því hann er einhverskonar undur veraldarinnar og getur stækkað sig (alveg óendanlega mikið) skipt sér í marga hluta og gert í rauninni hvað sem er. Hann virðist vera bara algjörlega ekki af þessari veröld. Hann býr með annarri ofurhetju Laurie Jupiter (er alltaf í mjög þröngum spandex galla, þegar hún er í búningi), hún er hins vegar óánægð í sambandinu þar sem hann er alltaf að “vinna” að einhverju verkefni fyrir ríkisstjórina eða einn ríkasta manninn í þessum heimi, sem er einnig önnur ofurhetja.

Hann heitir Adrian Veidt eða Ozermandias. Hann hafði gefið uppi sitt “identity”, það er tekið niður ofurhetjugrímuna og sagt heiminum frá því hver hann er og grætt á því. Hann er rosalega fljótur og síðan einnig talinn “gáfaðasti maðurinn í heiminum” og það kemur alveg skýrlega

fram hvað hann er rosalega gáfaður.


Síðan eru fleiri sem hafa ekkert neitt sérstakt við sig annað en að hafa verið hluti af þessum hópi, eða tekið við af einhverjum sem var í hópnum.

TÆKNI OG KLIPPING


Það sem ég tók einna fyrst eftir var mjög “Matrix” leg bardaga atriði. Til dæmis höndin á þeim sem sló fór hægt hratt og síðan hægt þegar hún lenti á andstæðingnum og ef að var slag í andlit þá kom close-up af andlitinu og líkams vessum að spýtast út. Mér fannst tækniatriðin og klippingin vera mjög svona teiknimyndasöguleg, eins og búast má við og þess vegna var allt mjög óraunverulegt (sem passar vel inn í þessa ímyndaðu Ameríku). Dr. Manhattan var hins vegar þvílíkt töff gerður. Hann er alveg blár en samt virðist hann rosalega eðlilegur að öðru leyti, ég myndi vilja vita hvernig hann var gerður og hvernig það virkar. Hann glóir oft líka en síðan þegar hann stækkar og skiptir sér er greinilega alveg tölvugert en er ekki viss hvort hann er tölvuteiknaður eða hvað. En í þessari mynd er líka að finna eina furðulegustu ástarsenu sem ég hef á ævinni séð, en eftir að hafa horft á the cutting edge, þá var talað um að það væri erfitt að klippa svona senur þar sem allir hafa sína skoðun en þegar að Watchmen ástarsenan kom upp þá varð mjög spes stemming í bíósalnum. Hún virðist hafa verið hægð all mikið og tónlistin undir er lagið Hallelujah með Leonard Cohen einnig mjög hægt spilað og atriðið í takt við það. Atriðið var mjög langdregið, kjánalegt og skipt um sjónarhorn með löngu millibili, ég veit ekki hvað það tók langan tíma en þegar sirka einn þriðji var búinn var fólk farið að flissa í salnum og síðan stuttu seinna allur salurinn. Mjög spes sena sem hefði líklegast verið hægt að gera betur eða allavega stytt.


Myndin gerist á níunda áratugnum og sá sem tónlistina hefur gjörsamlega verið upptekin af því, þar sem tónlistin er mikið í takt við hann. Það virkaði stundum en annars staðar alls ekki. Til dæmis í byrjunaratriðinu (þar sem creditlistinn kemur og nafnið á myndinni) er lagið Times they are a changin með Bob Dylan, það er dæmi um frábæra senu og með lagi sem gjörsamlega smellpassar. Þetta var algjörlega uppáhalds senan mín í allri myndinni, þar er svona nokkurn veginn verið að kynna hetjurnar og hópinn þeirra og örlög. En síðan var lagið 99 red balloons með þýsku söngkonunni Nena spilað undir í jarðarfarasenu, á fullum hraða og það er nú ekkert sérstaklega jarðarfararlegt lag.

Búningarnir eru líka mjög svo 80's legir og sumir nokkuð skemmtilegir út af þeirri ástæðu.


NIÐURLAG


Þegar myndir eru 170 mínútur þá er erfitt annað en að vera langdregnar. Þessi mynd hefur algjörlega sína kosti og galla eins og hefur komið fram hér að ofan, en að mínu mati hefur of marga galla til þess að ég vilji nokkurn tíma sjá hana aftur, en þetta er líka mynd til þess sjá í bíó. Hún er rosalega vel gerð og veisla fyrir augað. Athyglin þarf að vera til staðar allan tímann til þess að skilja hvað sé að gerast, en margt er ekki útskýrt fyrr en mjög seint. Fyrri hluti myndarinnar var svolítið erfiður fyrir skapið, þar sem þar voru ekkert nema flash-back á eftir flash-backi. Það kom mynd af andliti persónu og sína flash-back, síðan kom fram önnur persóna (í rauntíma) og flash-back frá henni og þannig hélt áfram í einn og hálfan tíma. Leikaranir eru allir góðir að mínu mati, en ég kannaðist við fæsta þeirra, nema einn aukaleikara úr Grey's Anatomy sem leikur The Comedian, hetjuna sem er myrt í byrjun myndarinnar (mjög flott og vel gert atriði).


Það var strákur fyrir framan bíóið sem átti mjög skemmtilega setningu að lokinni mynd sem ég ætla að láta fylgja hérna með:

“Gaur, djöfull var þetta fokked-up mynd!”

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 8 stig.