Monday, March 30, 2009

The Cutting Edge


Þegar ég heyrði að við værum að fara að horfa á heimildamynd um klippingu, bjóst ég við fræðslu mynd með klippum, nokkuð langdregni og svæfandi. Cutting Edge var hins vegar það eins og mér finnst að fræðslu heimildamyndir eiga að vera senn skemmtileg, fræðandi og áhugaverð.

Mér fannst sérstaklega áhugavert að fá að fylgjast með Walter Murch við störf. Þar sást greinilega eitt af því sem mér fannst vera þema myndarinnar, hvað klipparastarfið er í rauninni vanmetið starf. Klipparinn vinnur klárlega eitt erfiðasta verkið sem kemur að gerð kvikmyndar. Áður en ég byrjaði í tímunum þá gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað það er sem klipparinn þarf í raun og veru að gera. Það var ekki fyrr en Valdís Óskarsdóttir kom í heimsókn og sagði hvað það hafði tekið langan tíma að klippa sveitabrúðkaup. Starf klipparans er einna mikilvægast og ef að hann klikkar getur myndin verið ónýt, þess vegna er nokkuð skrítið að leikararnir og leikstjórarnir fái mesta klappið á bakið en klipparinn er bara í bakrunni og fæstir vita um hvaða klipparar klippa hvaða mynd. En eins og kom fram í myndinni þá er það klipparinn sem setur senuna saman og það geta verið mismunandi tökur og þannig að final niðurstaðan, final leikurinn sem leikarinn fær hugsanlega verðlaun fyrir er í raun og veru klipparanum að þakka. Ég ætla bara rétt að vona að leikarar geri sér grein fyrir því en fari ekki að skipta sér of mikið af. Það var annað sem mér fannst koma svolítið fram í myndinni, klipparar vilja fá sitt space og frið til að gera það sem þeir gera best.

Mér fannst einnig mjög áhugavert hvað þetta er talið mikið kvennmannsstarf. Í byrjun kvikmyndagerðar þótti þetta svo mikið smámunastarf, líkt og að prjóna eða sauma í og þess vegna voru konur settar í starf sem hentaði þeim. Síðan þegar að hljóðið kom til sögunnar varð þetta annað mál, þar sem komin var tækni í spilið, þarna kemur aftur fram hvað þetta er oft talið vanþakklát starf. Að þurfa að telja ramma og vinna með svona litlar einingar er starf fyrir fullkomnunnar sinna og einhvern sem getur fylgst vel með því sem er að gerast og hefur gott innsæi inn í hugarheim áhorfenda og veit hvað virkar. Hugsa að það sé sniðugt að læra smá sálfræði með klipparanáminu.

Það var líka gaman að sjá að leikstjórar velja sér sömu klipparana aftur og aftur eins og einhver talaði um í myndinni þá er þetta í rauninni eins og hjónaband. Ef þú finnur einhvern sem þú getur unnið vel með og gerir allt eins og þér finnst að það ætti að vera, er bókað mál að það sé manneskjan í starfið eins og sálufélaginn, einhverskonar kvimyndamaki.

Það er frekar erfitt að skrifa blogg um svona mynd þar sem hún í rauninni tók yfir svo mikið efni og það var frábært að sjá viðtöl við margt mismunandi fólk. Þessi mynd gaf mér líka hugmyndir af mörgum myndum sem mig langar að sjá. Einnig fékk þessi mynd mig til þess að reyna að fylgjast með klippingunni í því sem ég horfi á, þegar ég horfði á Watchmen til dæmis, reyndi ég að fylgjast eins grant með og ég gat og á endanum gleymdi ég mér í myndinni og tók ekki alltaf eftir breytingu. En síðan fylgdist ég grant með klippingunni á einum þætti úr seríunni Gossip Girl og það var eitthvað allt annað, ég tók endalaust eftir senunum sem pössuðu ekki saman, það var klippt of fljótt og næsta sena innihélt sama atriðið (nokkra ramma) með öðru sjónarhorni og sums staðar með zoomi. Ætla að prufa þetta eins oft og ég get héreftir til þess að sjá hvort ég gleymi mér í myndinni (sem gæti þýtt vel klippt og vel gert í alla staða, eða góður söguþráður hugsanlega) eða þá hvort að ég pæli meira í tækniatriðunum þar sem þau pirra mig. Síðan gæti myndin líka verið óskemmtilegt og þá væri skemmtilegra að fylgjast með tækniatriðum.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.

Talandi um að klipparar vilji fá frið: Í The Cutting Edge (minnir mig) er minnst á gamanleikara sem hafði final cut á senunum sem hann kom fram í, og vegna þess að hann lagnaði að verða alvarlegri leikari þá lét hann taka allan ærslaleikinn úr sínum senum og eyðilagði myndina. Það eru engin nöfn nefnd, en ég er eiginlega alveg viss um að þetta hafi verið Jim Carrey í Cable Guy. Það gæti verið gaman að horfa á þá mynd með þetta í huga (þótt maður geti auðvitað aldrei séð myndina eins og hún átti að verða).

Talandi um sálfræði og klippingu (og kvikmyndagerð almennt) þá skrifaði David Bordwell skemmtilega grein um þetta efni fyrir stuttu.