Saturday, November 29, 2008

10 things I hate about you





10 things I hate about you var fyrsta dvd myndin sem ég keypti alveg sjálf. Hún hefur alla tíð verið ein af mínum uppáhalds „chick flick“ myndum og ég hugsa að ég kunni meirihlutann af henni utan af. Þetta er svona mynd sem það er alltaf hægt að horfa á og skilur lítið eftir sig.

Hún er gerð eftir Shakespeare leikritinu, Taming og the Shrew (á íslensku Skassið tamið), en ég hef einmitt lesið leikritið myndinni til samanburðar. Það hafa verið nokkuð margar myndir gerðar eftir leikritinu sem voru bæði staðfærðar og bein aðlögun. En basic sagan er um tvær systur, sú yngri er yndæl og sæt en hin frekar mikið skass og dónaleg. Sú yngri á sér tvo „biðla“ einn ríkan og heimskan en hinn fátækur en gáfaður kennari. En faðirinn (mamman er dáinn) vill ekki gifta þá yngri fyrr en sú eldri er gengin út, en sú eldri hefur engan áhuga á giftingu og fær hvort sem er enga biðla, vegna hegðunnar sinnar. En fátæki biðillinn fær þá hugmynd að láta þann ríka borga aðalsmanni sem stendur í skuldum, til þess að sýna þeirri eldri áhuga og giftast henni. Leikritið gerist á Ítalíu í Padua.

En myndin er nokkuð mikið staðfærð. Þetta er nútíma „high school“ mynd en skólinn heitir Padua high school, sem er bein tilvitnun í bæinn þar sem leikritið gerist í. Sagan er nokkuð svipuð; það eru tvær systur Kat (Julia Stiles) og Bianca. Kat er algjör feminísti og virðist hata allt og alla og vilja standa út úr hópnum. Bianca er eiginlega algjörlega andstæðan og aðal „töffari“ skólans, karlkyns módel langar að ver með henni. En pabbi þeirra hefði sett þær reglur að hvorug dóttirin mætti „deita stráka“. En eftir rifrildi systrana og pabbans ákveður pabbinn að Bianca megi fara á stefnúmót þegar Kat gerir það. Ennýr strákur í skólanum hefur það mikinn áhuga á Biöncu að hann fær þá snjöllu hugmynd að láta módelið borga einum „slæmasta“ stráki skólans fyrir að deita Kat svo að hann geti farið út með Biöncu. En Bianca hefur ekki gert upp hug sinn um hvoran hún vill. En Kat fer smám saman að hafa áhuga á stráki en finnst allt vera of gott til að vera satt.

Það eru nokkuð margar tilvitnanir í Shakespeare í myndinni bæði í Taming of the Shrew og fleiri leikrit og sonnettur. Það sem ég veit um eru;

  • Nafnið á skólanum, Padua.
  • Ættarnafið á systrunum, Stratford, er sama nafn og á fæðingarstað Shakespeare.
  • „Slæmi strákurinn“ (Heath Ledger) heitir Patrick Verona, karakterinn úr Taming of the Shrew sem samsvarar honum heitir Petruchio en sá er frá bæ í Ítalíu sem heitir Verona.
  • Það er bein tilvitnun á svipuðum stað og í leikritinu í myndinni, ein aðalpersónan segir „I burn, I pine, I perish“ um Biöncu.
  • Einu skólatímarnir sem sjást eru bókmenntir og í einum tímanum fer kennarinn með sonnettu 141 eftir Shakespeare og lætur nemendurna búa til sína eigin útgáfu af henni. En sonnettann fjallar um að elska einhvern sem þú hatar, en það er einmitt klemman sem Kat endar í gangvart Patricki.
  • Titillag myndarinnar „Cruel to be kind“ er lína úr Hamlet eftir Shakespeare.
  • Besta vinkona Kat er einnig með Shakespeare á heilanum og heldur að þau eigi í spiritual sambandi.

Í gegnum tíðina hafa verið gefnar út margar myndir byggðar á Shakespeare leikritum og ég hef séð nokkuð margar. Flestar hafa verið beinar aðlaganir af þeim bara settar í kvikmyndabúning, dæmi um það er Midsummer Night‘s Dream. En síðan hafa verið nýstárlegar myndir en samt með svipuðu sniði eins og Hamlet og síðan Romeo and Juliet sem er framtíðarsýn en með sömu samtölum og í upprunalega leikritinu. En það nýjasta er líklegast „chick flick“ útgáfan af leikritunum hans. Það eru til dæmis She‘s the man sem er gerð eftir Twelfth Night, O sem er gerð eftir Othello og Never Been Kissed sem er lauslega gerð eftir As you like it. Síðan er það náttúrulega ástarsagan mikla um Shakespeare sjálfan, Shakespeare in love, sem vann nokkur Óskarsverðlaun meðal annars fyrir bestur myndina. Þess má geta að Julia Stiles hefur leikið nokkuð mörgum svona myndum.

Hérna er linkur á official trailerinn: http://www.youtube.com/watch?v=urm5rfdD59o

Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa áhuga á því að hlæja og skemmta sér yfir einu stelpumyndinni sem Heath Ledger lék í.


Thursday, November 27, 2008

Chinatown


Chinatown fjallar um einkaspæjarann Jake Gittes sem rannsakar framhjáhöld gifts fólks. Einn daginn kemur til hans kona sem segist vera frú Mulwray, hún biður hann um að komast af því hvort að maðurinn hennar sé að halda framhjá henni. Gittes gerir það sem hann er bestur í og tekur myndir af manninum hennar og ungri stúlku. En maðurinn hennar, Hr. Mulwray er eigandi einhverskonar vatnsfyrirtækis. Myndirnar sem hann tók, poppa upp í dagblaði stuttu seinna og nokkuð fjölmiðlafár verður útaf framhjáhaldinu. En þá kemur önnur kona á skrifstofuna sem segist vera hin raunverulega frú Mulwray og ætlar að kæra hann. En þá finnst Hr. Mulwray látinn og Gittes dregst inní hringiðu af ýmsum atburðum til dæmis svikum, prettum, spillingu og sifjaspelli sem tengjast allt vatnsfyrirtækinu.

Jack Nicholson er nokkuð frábær í hlutverki Gittes. Hann er með hrokafullt fas og algjörlega viss um sig í byrjun. Hann er bara að vinna vinnununa sína í byrjun og virðist njóta hennar á einhvern pínu sick hátt; virðist hafa gaman að því að góma fólk að halda framhjá. En í máli frú Mulwray virðist hann sogast inn og verða aðeins of nálægur málinu, sem er eitthvað sem er nokkuð vitað að einkaspæjarar ættu ekki að gera. Hann er alltaf fínn í tauginu og nokkuð kaldlyndur. Tók eftir því að hann var oftast í grálituðum jakkafötum. Það sem mér fannst nokkuð flott var hvernig það var alltaf eins örið á nefinu á honum var alltaf eins í öllum senum.

Myndin var á köflum og lang oftast fyrir utan garðsenurnar, í jarðarlitum. Brúnt, beige og grátt var alls ráðandi í litum á öllu. Það gæti reyndar verið orsakað af tímabilinu sem hún gerist á, svona voru fötin á litin. En mér fannst þeir gefa myndinni svolítið krimmalegt yfirbragð og hún var öll dökk sem gerði allt svona frekar mysterious. Tónlistin var líka svolítið spes, píanóið sem heyrðist í senunni í Chinatown gaf í skyn að eitthvað mjög spennandi væri vændum.

Ég hef oft heyrt minnst á Roman Polanski en aldrei séð mynd eftir hann. Þó svo að þetta sé mjög svo góð mynd var hún ekki fyrir mig. Mér fannst hún aðeins of langdregin og skuggaleg og ég hef aldrei verið hrifin af krimmum. Hún var aðeins of dökk fyrir minn smekk en Jack Nicholson algjörlega bjargaði myndinni að mínu mati. En sifjaspellið, þegar það kemur í ljós hver stúlkan sem var mynduð með Hr. Mulwray var í raun og veru var aðeins of mikið sápuóperulegt og svolítið úr takt við myndina að mínu mati.

Tuesday, November 25, 2008

Handritaverkefni - The Rocky Horror Picture Show


Ég ákvað að horfa á eina af mínum uppáhaldsmyndum í handritaverkefninu. Þar sem ég hef séð Rocky Horror nokkuð oft þá ákvað ég að það væri nokkuð sniðugt að lesa handritið af mynd sem ég kann nokkuð vel.

Rocky Horror kom út í bíó 1975, hún var fyrst sett upp sem söngleikur eftir Richard O‘Brian. En Jim Sharman leikstýrði myndinni og skrifaði handritið ásamt Richard O'Brian. En Richard O‘Brian leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum. Rocky Horror hefur lengi verið „cult“ mynd og hún hefur lifað lengi og vel og mun líklegast gera það enn. Hún fjallar í grófum dráttum um Brad og Janet sem ætla að gifta sig. Þau leggja af stað til vinar síns og fyrrverandi prófesssor Doctor Everett Scott til þess að segja honum tíðindin, en hann var einmitt sá sem kynnti þau. En á leiðinni springur dekkið á bílnum þeirra og þau neyðast til þess að leita aðstoðar í skuggalegum kastala. En fólkið sem býr í kastalanum er ekki það sem hægt er að „venjulegt“ og líf þessara venjulegu krakka mun verða breytt fyrir lífsstíð.

Þetta var allt önnur upplifun á myndinni en ég hef fengið áður. Fyrsta sem ég tók eftir var að þegar ég las handritið var að byrjunin er skrifuð öðruvísi. Hún er flottari, í staðinn fyrir varirnar sem eru sýndar í byrjun, þá átti að sýna klippur úr myndunum sem textinn quoatar í. En það gæti hafa orðið vesen. Síðan eru varirnar reyndar hluti af „cult“ hluta myndarinnar. Þær hafa verið taldar vörumerki myndarinnnar, eitt af aðal einkennunum. Það var lítið um að heilum atriðum væri breytt algjörlega eða sleppt. Það var minnir mig bara eitt atriði sem var sleppt algjörlega en það var klippt út seinna. Það var í rauninni bara eitt lag sem passaði ekki alveg beint inn í myndina né handritið.

Það sem ég komst að var hve mörg smáatriði voru skráð inn. Smáatriði sem komu ekki einu sinni fram í myndinni, sem voru meira svona eitthvað sem áhorfandinn þarf að gera sér grein fyrir sjálfur. Það var líka áhugavert hvernig dansatriðin voru skrifuð inn í handritið. Þau voru að mestu leyti alveg ákveðin en síðan var eins og þau hefðu verið endurbætt af danshöfundum. Það er greinilegt að sá sem skrifar handritið má ekki ákveða algjörlega í huganum hvernig þetta á að fara, því að útkoman veður líklega aldrei eins og upprunalega handritið. Það var gaman að lesa þróunina á þessu og aftast í handritinu sem ég var með voru skýringar á sumum breytinganna.

Það sem kom mér á óvart var hvað það var mikið skráð af smáatriðum, mörg af þeim sem skiptu litlu sem engu máli fyrir myndina en samt höfðu sinn sjarma. Þó svo að ég hafi hlustað mörgum sinnum á lögin úr Rocky Horror og horft oft á myndina þá tók ég í fyrsta skipti eftir því hvað textasmíðin í lögunum hans Richards O‘Brians er æðisleg. Þarna eru setningar sem ég hafði alveg heyrt en ekki pælt í, þetta kemur allt fram í smáatriðunum sem fylgja lögunum. Svona eins og í einu sem er verið að syngja um eina persónuna þá eru sýndar myndir úr myndaalbúmi, ég hafði bara aldrei pælt í því að myndaralbúmið væri nákvæmlega eftir textanum.

Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ef ég hef tíma þá væri ég til í að lesa fleiri handrit af myndum sem mér þykja skemmtilegar, upplifunin verður svo allt önnur og betri. Myndin opnast algjörlega fyrir manni.

Tuesday, November 18, 2008

Casablanca


Vegna annríkis í skólanum náði ég ekki að horfa strax á Casablanca þó svo að ég hefði alveg viljað það. Mér var gefin myndin fyrir nokkru síðan og það var ágætt að fá smá spark í rassinn til þess að horfa á hana. Þetta er ein frægasta mynd allra tíma.

Myndin gerist í Casablanca, á landamærum Afríku og Frakklands, hún gerist í miðju seinna stríði. Þó svo að mér hafi fundist myndin vera svoldið mikið bara stríðsmynd þá var ástarsagan alltaf kraumandi niðri. Ilsa og Rick höfðu verið saman í París en þau urðu viðskila þegar hún mætti ekki á lestarstöðina til þess að flýja Þjóðverjanna, þau hittast síðan aftur í Casablanca. Á stríðsárunum flúðu Evrópubúar oft til Ameríku til þess að leita skjóls frá Þjóðverjunum. En fyrst þurftu þeir að fara til Casablanca og þar reyna að verða sér út um „exit visa“ til þess að geta komist úr landi. Það reyndist oft vera erfitt. Rick er amerískur en getur vegna einhverrar ástæðu, sem ég náði e
kki alveg snúið aftur til Ameríku. Hann rekur einn heitasta stað bæjarins, þegar einn af aðalviðskiptavinum hans er sakaður um morð á tveimur þýskum boðberum lætur hann hafa bréf sem hann hafði ætlað sér að selja, sem hann hafði stolið frá Þjóðverjunum. Sá sem ætlaði að kaupa bréfin af aðalviðskiptavininum kemur til Rick og er með konunni sinni sem er einmitt Ilsa Lund, fyrrum ást Ricks. Maðurinn hennar er frá Tékkóslóvakíu og einn af leiðtogum evrópsku mótstöðunnar. En þau vilja leyta sér hælis í Ameríku en yfirvöldum hefur verið skipað af Gestapo lögreglunni að halda þeim í Casablanca. Með tímanum fær Rick að vita raunverulegu ástæðuna afhverju Ilsa mætti ekki á lestarstöðina og þau falla fyrir hvort aftur og þau ákveða að fara frá Casablanca, en það fer ekki allt eins og allir óska.

Ég hafði heyrt svo margt sagt um Casablanca, mest mjög góða hluti. En hún stóð ekki alveg undir væntingum
, allt var útskýrt svo seint. En söguþráðurinn og handritið í Casablanca fannst mér til dæmis mikið betra en önnur stórmynd af svipuðum toga; Gone With the Wind, en það sem Gone With the Wind hafði fram yfir var íburðurinn, í Casablanca fannst mér eins og það væri mest gert út á útlitið á Ilsu en lítið út á hina. Hún leit alltaf vel út. En Casablanca var ágætis afþreying og það væri gaman að sjá hana aftur seinna. Mér fannst Lögreglustjórinn Renault skemmtileg aukapersóna og þegar hann segir „I'm shocked, shocked to find that gambling is going on in here!” fannst mér kaldhæðnislegt og fyndið. En tíðarandinn í Casablanca er öðruvísi en í þeim myndum sem ég hef horft á og þar sem ég veit lítið um Frakkland í seinna stríði þá var það áhugavert.
Ég kannaðist við nokkrar setningar úr myndinni, þ.e. hef heyrt þær í öðrum myndum, bæði beinar tilvitnanir og óbeinar.

„Here‘s looking at you, kid"
„I think this is the beginning of a beautiful friendship
„We will always have Paris“
Síðan að lokum er skemmtileg staðreynd sem ég fann um Casablanca, en ég tók eftir því að Humphrey Bogart stóð aldrei við hliðina á sér hærri mönnum, en hann var 173 cm. Í senunum með Ingrid Bergman þá þurfti hann að vera í upphækkuðum skóm, þar sem hún var 175 cm.

Tuesday, November 11, 2008

Triumph des Willens




Þegar ég byrjaði að horfa á myndina var ég ekki viss hvað ég væri í raun að fara að horfa á annað en heimildamynd um heimsókn Hitlers til Nüremburg. En eftir sirka fimm mínútur ákvað ég að fletta myndinni upp á imdb.com og þar sá ég að Hitler hafði svona eiginlega gefið hana út. Það útskýrði ýmislegt. Eiginlega strax í byrjun tók ég eftir því hve jákvæð mynd var sýnd af Hitler og hans mönnum. Til dæmis þegar unga stúlkan gefur Hitler blóm, þegar ég var komin inn í myndina fór ég að pæla hvort að það gæti hafa verið sérstaklega sett upp fyrir myndavélina, þ.e. þær hafi í raun verið með blómin (eins og líklegast margir aðrir) og einhver hafi bent á að þetta gæti verið “smart move”. Þar sem þessi mynd var nú líklegast gerð til þess að sýna Hitler og hans menn í bjartara ljósi seinna meir. Þetta var svakaleg áróðursmynd.

Myndatakan og klippingin var frábær. Mjög svo vel unnin mynd þrátt fyrir myndefni sem er mér af skapi. Mér fannst þetta líka mjög vel gert miðað við að kvikmyndagerð var ekki komin mjög langt á veg á þessum árum. Nærmyndirnar voru mjög áhrifamiklar, það var sýnt agann og yfirvegun þeirra sem voru að hlusta. Sérstaklegag þá yfirvegun Hitlers, sama hvað mennirnir sem fluttu ræðurnar ósu yfir hann lofi og loforðum um að styðja hann, vinkaði hann bara hendinni af sínum stíl og rétt kinkaði kolli, ekki vitundarvottur af brosi það myndi ég segja að væri vottur um járn taugar bilaðs manns.

Mér var á stundum ofboðið, sérstaklega í atriðinu þegar Hitler er að „skoða“ ungu hermennina og svona kinka kolli eins og já þessi er fínn, og vera með þetta sick glott á andlitinu, í þessum hluta þurfti ég að taka nokkur breik frá því að horfa. Síðan tók ég eftir því að þegar það voru sýndar myndir af þessum ungu mönnum var oft einblínt á þá sem voru myndarlegri oft ljóshærðir eða mjög ljóst skolhærðir, ungum, sterkbyggðum mönnum. Síðan Hitler að tala um að þeir væru framtíðin.

Það var athyglisvert að sjá hvernig Hitler náði fjöldanum á vald sitt með ræðum sínum og áherslum. Mér fannst hann leggja mikla áherslu á stolt, þá að endurheimta stolt sem var tapað fyrir. Ég gæti ímyndað mér ef að maður vissi ekki heimsöguna og það sem gerðist nokkrum árum seinna af völdum Hitlers og hans manna að þá hefði þessi mynd verið mjög áhrifamikil. Til dæmis ef einhver hefði horft á hana c.a. ári eftir að hún var gerð, þá gæti sá hinn sami orðið hrifin af því sem kemur fram. Allir sem tala, tala af svo mikilli sannfæringu og trú á „Der Führer“ að það væri líklegast erfitt að trúa ekki á hann líka. Hann virtist bera þessu fólki svo mikla von um betra líf og betri tíma.

Þessir ráðherrar og doktorar og herforingjar sem töluðu virtust líka ná öllum vel á sitt band. Þeir voru svo innilega trúir og tryggir foringjanum sínum að það var óhugnalegt. Setningar eins og „flokkurinn er Hitler og Hitler er Þýskaland rétt eins og Þýskaland er Hitler“, voru eiginlega hrollvekjandi.

Ég geri mér grein fyrir því að skoðun mín á þessari mynd litast af því sem ég hef lært alla mína skólatíð, strax og maður lærði um seinni heimstyrjöldina lærði maður um Hitler og hversu vondur hann var. En þetta var rosaleg mynd sem fékk hugann til þess að fara á fulla ferð um það hvernig tímar þetta voru í raun og veru. Þar sem einn maður var dýrkaður svona mikið af mörgum. Hvert sem hann kom voru mörg þúsund manns bíðandi til þess að hlusta á hann tala eða líta hann augum.