Chinatown fjallar um einkaspæjarann Jake Gittes sem rannsakar framhjáhöld gifts fólks. Einn daginn kemur til hans kona sem segist vera frú Mulwray, hún biður hann um að komast af því hvort að maðurinn hennar sé að halda framhjá henni. Gittes gerir það sem hann er bestur í og tekur myndir af manninum hennar og ungri stúlku. En maðurinn hennar, Hr. Mulwray er eigandi einhverskonar vatnsfyrirtækis. Myndirnar sem hann tók, poppa upp í dagblaði stuttu seinna og nokkuð fjölmiðlafár verður útaf framhjáhaldinu. En þá kemur önnur kona á skrifstofuna sem segist vera hin raunverulega frú Mulwray og ætlar að kæra hann. En þá finnst Hr. Mulwray látinn og Gittes dregst inní hringiðu af ýmsum atburðum til dæmis svikum, prettum, spillingu og sifjaspelli sem tengjast allt vatnsfyrirtækinu.
Jack Nicholson er nokkuð frábær í hlutverki Gittes. Hann er með hrokafullt fas og algjörlega viss um sig í byrjun. Hann er bara að vinna vinnununa sína í byrjun og virðist njóta hennar á einhvern pínu sick hátt; virðist hafa gaman að því að góma fólk að halda framhjá. En í máli frú Mulwray virðist hann sogast inn og verða aðeins of nálægur málinu, sem er eitthvað sem er nokkuð vitað að einkaspæjarar ættu ekki að gera. Hann er alltaf fínn í tauginu og nokkuð kaldlyndur. Tók eftir því að hann var oftast í grálituðum jakkafötum. Það sem mér fannst nokkuð flott var hvernig það var alltaf eins örið á nefinu á honum var alltaf eins í öllum senum.
Myndin var á köflum og lang oftast fyrir utan garðsenurnar, í jarðarlitum. Brúnt, beige og grátt var alls ráðandi í litum á öllu. Það gæti reyndar verið orsakað af tímabilinu sem hún gerist á, svona voru fötin á litin. En mér fannst þeir gefa myndinni svolítið krimmalegt yfirbragð og hún var öll dökk sem gerði allt svona frekar mysterious. Tónlistin var líka svolítið spes, píanóið sem heyrðist í senunni í Chinatown gaf í skyn að eitthvað mjög spennandi væri vændum.
Ég hef oft heyrt minnst á Roman Polanski en aldrei séð mynd eftir hann. Þó svo að þetta sé mjög svo góð mynd var hún ekki fyrir mig. Mér fannst hún aðeins of langdregin og skuggaleg og ég hef aldrei verið hrifin af krimmum. Hún var aðeins of dökk fyrir minn smekk en Jack Nicholson algjörlega bjargaði myndinni að mínu mati. En sifjaspellið, þegar það kemur í ljós hver stúlkan sem var mynduð með Hr. Mulwray var í raun og veru var aðeins of mikið sápuóperulegt og svolítið úr takt við myndina að mínu mati.
1 comment:
5 stig.
Post a Comment