Ég ákvað að horfa á eina af mínum uppáhaldsmyndum í handritaverkefninu. Þar sem ég hef séð Rocky Horror nokkuð oft þá ákvað ég að það væri nokkuð sniðugt að lesa handritið af mynd sem ég kann nokkuð vel.
Rocky Horror kom út í bíó 1975, hún var fyrst sett upp sem söngleikur eftir Richard O‘Brian. En Jim Sharman leikstýrði myndinni og skrifaði handritið ásamt Richard O'Brian. En Richard O‘Brian leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum. Rocky Horror hefur lengi verið „cult“ mynd og hún hefur lifað lengi og vel og mun líklegast gera það enn. Hún fjallar í grófum dráttum um Brad og Janet sem ætla að gifta sig. Þau leggja af stað til vinar síns og fyrrverandi prófesssor Doctor Everett Scott til þess að segja honum tíðindin, en hann var einmitt sá sem kynnti þau. En á leiðinni springur dekkið á bílnum þeirra og þau neyðast til þess að leita aðstoðar í skuggalegum kastala. En fólkið sem býr í kastalanum er ekki það sem hægt er að „venjulegt“ og líf þessara venjulegu krakka mun verða breytt fyrir lífsstíð.
Þetta var allt önnur upplifun á myndinni en ég hef fengið áður. Fyrsta sem ég tók eftir var að þegar ég las handritið var að byrjunin er skrifuð öðruvísi. Hún er flottari, í staðinn fyrir varirnar sem eru sýndar í byrjun, þá átti að sýna klippur úr myndunum sem textinn quoatar í. En það gæti hafa orðið vesen. Síðan eru varirnar reyndar hluti af „cult“ hluta myndarinnar. Þær hafa verið taldar vörumerki myndarinnnar, eitt af aðal einkennunum. Það var lítið um að heilum atriðum væri breytt algjörlega eða sleppt. Það var minnir mig bara eitt atriði sem var sleppt algjörlega en það var klippt út seinna. Það var í rauninni bara eitt lag sem passaði ekki alveg beint inn í myndina né handritið.
Það sem ég komst að var hve mörg smáatriði voru skráð inn. Smáatriði sem komu ekki einu sinni fram í myndinni, sem voru meira svona eitthvað sem áhorfandinn þarf að gera sér grein fyrir sjálfur. Það var líka áhugavert hvernig dansatriðin voru skrifuð inn í handritið. Þau voru að mestu leyti alveg ákveðin en síðan var eins og þau hefðu verið endurbætt af danshöfundum. Það er greinilegt að sá sem skrifar handritið má ekki ákveða algjörlega í huganum hvernig þetta á að fara, því að útkoman veður líklega aldrei eins og upprunalega handritið. Það var gaman að lesa þróunina á þessu og aftast í handritinu sem ég var með voru skýringar á sumum breytinganna.
Það sem kom mér á óvart var hvað það var mikið skráð af smáatriðum, mörg af þeim sem skiptu litlu sem engu máli fyrir myndina en samt höfðu sinn sjarma. Þó svo að ég hafi hlustað mörgum sinnum á lögin úr Rocky Horror og horft oft á myndina þá tók ég í fyrsta skipti eftir því hvað textasmíðin í lögunum hans Richards O‘Brians er æðisleg. Þarna eru setningar sem ég hafði alveg heyrt en ekki pælt í, þetta kemur allt fram í smáatriðunum sem fylgja lögunum. Svona eins og í einu sem er verið að syngja um eina persónuna þá eru sýndar myndir úr myndaalbúmi, ég hafði bara aldrei pælt í því að myndaralbúmið væri nákvæmlega eftir textanum.
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ef ég hef tíma þá væri ég til í að lesa fleiri handrit af myndum sem mér þykja skemmtilegar, upplifunin verður svo allt önnur og betri. Myndin opnast algjörlega fyrir manni.
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Ég mæli líka með því að þú lesir handrit að mynd sem þú hefur ekki séð áður, og reynir að sjá fyrir þér myndina áður en þú horfir á hana.
Post a Comment