Tuesday, November 18, 2008

Casablanca


Vegna annríkis í skólanum náði ég ekki að horfa strax á Casablanca þó svo að ég hefði alveg viljað það. Mér var gefin myndin fyrir nokkru síðan og það var ágætt að fá smá spark í rassinn til þess að horfa á hana. Þetta er ein frægasta mynd allra tíma.

Myndin gerist í Casablanca, á landamærum Afríku og Frakklands, hún gerist í miðju seinna stríði. Þó svo að mér hafi fundist myndin vera svoldið mikið bara stríðsmynd þá var ástarsagan alltaf kraumandi niðri. Ilsa og Rick höfðu verið saman í París en þau urðu viðskila þegar hún mætti ekki á lestarstöðina til þess að flýja Þjóðverjanna, þau hittast síðan aftur í Casablanca. Á stríðsárunum flúðu Evrópubúar oft til Ameríku til þess að leita skjóls frá Þjóðverjunum. En fyrst þurftu þeir að fara til Casablanca og þar reyna að verða sér út um „exit visa“ til þess að geta komist úr landi. Það reyndist oft vera erfitt. Rick er amerískur en getur vegna einhverrar ástæðu, sem ég náði e
kki alveg snúið aftur til Ameríku. Hann rekur einn heitasta stað bæjarins, þegar einn af aðalviðskiptavinum hans er sakaður um morð á tveimur þýskum boðberum lætur hann hafa bréf sem hann hafði ætlað sér að selja, sem hann hafði stolið frá Þjóðverjunum. Sá sem ætlaði að kaupa bréfin af aðalviðskiptavininum kemur til Rick og er með konunni sinni sem er einmitt Ilsa Lund, fyrrum ást Ricks. Maðurinn hennar er frá Tékkóslóvakíu og einn af leiðtogum evrópsku mótstöðunnar. En þau vilja leyta sér hælis í Ameríku en yfirvöldum hefur verið skipað af Gestapo lögreglunni að halda þeim í Casablanca. Með tímanum fær Rick að vita raunverulegu ástæðuna afhverju Ilsa mætti ekki á lestarstöðina og þau falla fyrir hvort aftur og þau ákveða að fara frá Casablanca, en það fer ekki allt eins og allir óska.

Ég hafði heyrt svo margt sagt um Casablanca, mest mjög góða hluti. En hún stóð ekki alveg undir væntingum
, allt var útskýrt svo seint. En söguþráðurinn og handritið í Casablanca fannst mér til dæmis mikið betra en önnur stórmynd af svipuðum toga; Gone With the Wind, en það sem Gone With the Wind hafði fram yfir var íburðurinn, í Casablanca fannst mér eins og það væri mest gert út á útlitið á Ilsu en lítið út á hina. Hún leit alltaf vel út. En Casablanca var ágætis afþreying og það væri gaman að sjá hana aftur seinna. Mér fannst Lögreglustjórinn Renault skemmtileg aukapersóna og þegar hann segir „I'm shocked, shocked to find that gambling is going on in here!” fannst mér kaldhæðnislegt og fyndið. En tíðarandinn í Casablanca er öðruvísi en í þeim myndum sem ég hef horft á og þar sem ég veit lítið um Frakkland í seinna stríði þá var það áhugavert.
Ég kannaðist við nokkrar setningar úr myndinni, þ.e. hef heyrt þær í öðrum myndum, bæði beinar tilvitnanir og óbeinar.

„Here‘s looking at you, kid"
„I think this is the beginning of a beautiful friendship
„We will always have Paris“
Síðan að lokum er skemmtileg staðreynd sem ég fann um Casablanca, en ég tók eftir því að Humphrey Bogart stóð aldrei við hliðina á sér hærri mönnum, en hann var 173 cm. Í senunum með Ingrid Bergman þá þurfti hann að vera í upphækkuðum skóm, þar sem hún var 175 cm.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 6 stig.

Uppáhaldslínan mín í Casablanca:
"I remember every detail (about the day the Germans marched into Paris). The Germans wore grey, you wore blue."