Saturday, November 29, 2008

10 things I hate about you





10 things I hate about you var fyrsta dvd myndin sem ég keypti alveg sjálf. Hún hefur alla tíð verið ein af mínum uppáhalds „chick flick“ myndum og ég hugsa að ég kunni meirihlutann af henni utan af. Þetta er svona mynd sem það er alltaf hægt að horfa á og skilur lítið eftir sig.

Hún er gerð eftir Shakespeare leikritinu, Taming og the Shrew (á íslensku Skassið tamið), en ég hef einmitt lesið leikritið myndinni til samanburðar. Það hafa verið nokkuð margar myndir gerðar eftir leikritinu sem voru bæði staðfærðar og bein aðlögun. En basic sagan er um tvær systur, sú yngri er yndæl og sæt en hin frekar mikið skass og dónaleg. Sú yngri á sér tvo „biðla“ einn ríkan og heimskan en hinn fátækur en gáfaður kennari. En faðirinn (mamman er dáinn) vill ekki gifta þá yngri fyrr en sú eldri er gengin út, en sú eldri hefur engan áhuga á giftingu og fær hvort sem er enga biðla, vegna hegðunnar sinnar. En fátæki biðillinn fær þá hugmynd að láta þann ríka borga aðalsmanni sem stendur í skuldum, til þess að sýna þeirri eldri áhuga og giftast henni. Leikritið gerist á Ítalíu í Padua.

En myndin er nokkuð mikið staðfærð. Þetta er nútíma „high school“ mynd en skólinn heitir Padua high school, sem er bein tilvitnun í bæinn þar sem leikritið gerist í. Sagan er nokkuð svipuð; það eru tvær systur Kat (Julia Stiles) og Bianca. Kat er algjör feminísti og virðist hata allt og alla og vilja standa út úr hópnum. Bianca er eiginlega algjörlega andstæðan og aðal „töffari“ skólans, karlkyns módel langar að ver með henni. En pabbi þeirra hefði sett þær reglur að hvorug dóttirin mætti „deita stráka“. En eftir rifrildi systrana og pabbans ákveður pabbinn að Bianca megi fara á stefnúmót þegar Kat gerir það. Ennýr strákur í skólanum hefur það mikinn áhuga á Biöncu að hann fær þá snjöllu hugmynd að láta módelið borga einum „slæmasta“ stráki skólans fyrir að deita Kat svo að hann geti farið út með Biöncu. En Bianca hefur ekki gert upp hug sinn um hvoran hún vill. En Kat fer smám saman að hafa áhuga á stráki en finnst allt vera of gott til að vera satt.

Það eru nokkuð margar tilvitnanir í Shakespeare í myndinni bæði í Taming of the Shrew og fleiri leikrit og sonnettur. Það sem ég veit um eru;

  • Nafnið á skólanum, Padua.
  • Ættarnafið á systrunum, Stratford, er sama nafn og á fæðingarstað Shakespeare.
  • „Slæmi strákurinn“ (Heath Ledger) heitir Patrick Verona, karakterinn úr Taming of the Shrew sem samsvarar honum heitir Petruchio en sá er frá bæ í Ítalíu sem heitir Verona.
  • Það er bein tilvitnun á svipuðum stað og í leikritinu í myndinni, ein aðalpersónan segir „I burn, I pine, I perish“ um Biöncu.
  • Einu skólatímarnir sem sjást eru bókmenntir og í einum tímanum fer kennarinn með sonnettu 141 eftir Shakespeare og lætur nemendurna búa til sína eigin útgáfu af henni. En sonnettann fjallar um að elska einhvern sem þú hatar, en það er einmitt klemman sem Kat endar í gangvart Patricki.
  • Titillag myndarinnar „Cruel to be kind“ er lína úr Hamlet eftir Shakespeare.
  • Besta vinkona Kat er einnig með Shakespeare á heilanum og heldur að þau eigi í spiritual sambandi.

Í gegnum tíðina hafa verið gefnar út margar myndir byggðar á Shakespeare leikritum og ég hef séð nokkuð margar. Flestar hafa verið beinar aðlaganir af þeim bara settar í kvikmyndabúning, dæmi um það er Midsummer Night‘s Dream. En síðan hafa verið nýstárlegar myndir en samt með svipuðu sniði eins og Hamlet og síðan Romeo and Juliet sem er framtíðarsýn en með sömu samtölum og í upprunalega leikritinu. En það nýjasta er líklegast „chick flick“ útgáfan af leikritunum hans. Það eru til dæmis She‘s the man sem er gerð eftir Twelfth Night, O sem er gerð eftir Othello og Never Been Kissed sem er lauslega gerð eftir As you like it. Síðan er það náttúrulega ástarsagan mikla um Shakespeare sjálfan, Shakespeare in love, sem vann nokkur Óskarsverðlaun meðal annars fyrir bestur myndina. Þess má geta að Julia Stiles hefur leikið nokkuð mörgum svona myndum.

Hérna er linkur á official trailerinn: http://www.youtube.com/watch?v=urm5rfdD59o

Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa áhuga á því að hlæja og skemmta sér yfir einu stelpumyndinni sem Heath Ledger lék í.


1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 8 stig.

Fyrst þú hefur gaman af söngleikjum þá hefðirðu kannski gaman af söngleikja-útgáfunni af Taming of the Shrew: Kiss Me Kate (m.a. með því ógleymanlega lagi "Brush Up On Your Shakespeare").