Tuesday, March 31, 2009

The Thing



The Thing (1982)

Ég reyni að forðast hryllingsmyndir eins og ég get og þá sérstaklega ef ég veit að þær eru virkilega ógeðslegar. Í fyrirlestrinum um John Carpenter sýndi Pétur líka myndbrot úr The thing þar sem geimveran kemur útúr hundinum. Það var virkilega truflandi atriði en það er víst nauðsynlegt að opna augun fyrir öðruvísi myndum en maður er vanur. Þessi mynd náði nú samt ekki að vekja áhuga minn á vísindalegum hryllingsmyndum. Mér fannst þessi mynd nokkuð ruglandi en held ég hafi náð svona basic söguþræðinum.

Myndin gerist á Suðurskautslandinu. Amerískur vísindaleiðangur er að skoða/rannsaka eitthvað sem ég náði ekki hvað var. Dag einn heyra þeir byssuskot fyrir utan og þá hefur norskt rannsóknarteymi, að því virðist hafa gengið af göflunum, reynt að drepa hund í þyrlu og endað allir dauðir sjálfir. Einn úr ameríska teyminu tekur að sér hundinn og fer með hann inn í skýlið þeirra. Þetta virðist ósköp sætur og venjulegur sleðahundur. Þegar hundurinn fer eitthvað í taugarnar á félögunum er hann settur í búrið með öðrum sleðahundum sem þeir hafa þarna. En um nóttina fer þessi sæti hundur hamförum og hræðir hina hundana. Þá fer einn leiðangursmannanna að kíkja á hvað sé nú í gangi. Þá er “eitthvað” að koma út úr hundinum, hann fer og sækir hjálp en þ

á er hinn fyrrum hundur orðin að einhverju slímugu og ógeðslegu. Aðalgaurinn MacReady kemur þá með einhverskonar ghostbusters eld byssu og brennir skrímslið. Eftir nokkra skoðun þá finna þeir út að þetta séu einhverskonar geimverur sem geta stökkbreytt sér í lifandi verur og þá fer af stað mikið óöryggi í búðunum hvort að einhverjir mannanna hafi “smitast” og hvort að geimveran búi í þeim.

Kurt Russell er svo algjörlega naglinn og hetjan í þessari mynd. Þar sem einu myndirnar sem ég man eftir að hafa séð hann í eru Sky High (þar sem hann leikur ofurhetjupabba) og Overboard (þar sem hann platar Goldie Hawn í að vera konuna sína) þá var nokkuð öðruvísi að sjá hann svona harðan. En mér fannst það vera greinilegt frá byrjun að hann var greinilega aðalkallinn og mér fannst hann í vera eiginlega eina persónan sem skipti máli. Allavega er hann eini sem ég man eitthvað sérstaklega eftir. Hann er svo harður á því og gjörsamlega viss um að hann sé ekki með geimveru innra með sér og hann ætlar sér að sigrast á þessu með öllum mætti. Mér fannst hann verða einna mest paranoid þegar allir byrjuðu að ásaka hina um að vera geimverur.

Eins og ég sagði í byrjun þá forðast ég helst hryllingsmyndir þar sem ég á það til að fá martraðir útfrá þeim. En til þess að fyrirbyggja vonda drauma, horfði ég á myndina um hábjartan dag. Þessari mynd tókst samt að fylla mig ógeði. En það þýðir að myndin hefur líklegast náð takmarki sínu. Enda voru tæknibrellurnar nokkuð góðar miðað við að myndin er gerð 1982. Mér fannst nokkuð sniðugt að í myndinni kom í rauninni ekki fram hvað væri að gerast. Það sem mér fannst einna óhugnalegast var að þegar að mennirnir voru orðnir að geimverum/skrímslum þá var andlitið á þeim afmyndað og næstum eins og dautt á verunni. það var virkilega gæsahúðarvaldandi.


Þetta er mynd sem ég á mjög erfitt með að mynda mér skoðun um. Mér fannst vanta eitthvað upp á söguþráðinn og hún hélt ekki vel athyglinni minni. En hins vegar var nokkuð flott move að nota hunda í byrjun sem það fyrsta sem geimverurnar stökkbreyta sér að aðlagast (veit ekkert hvernig á að útskýra hvað er í gangi með þær), þar sem hundar eru svo sætar og saklausar skepnur og engum gæti dottið hug að þeir væru eitthvað slæmt. Síðan skildi ekki alveg endann, allt gerðist svo hratt og allt í einu voru tveir eftir og allir hinir dánir. Voru geimverurnar útdauðar eða ekki? Náði því ekki alveg sem skiptir svosem ekki miklu máli því að Kurt Russell endaði á þvi að vera hetjan og bjarga mannkyninu frá innrás illra geimvera sem myndu taka sér bólfestu í fólki og klyfja það í tvennt.