Saturday, April 25, 2009

Mad Detective 神探


Myndin byrjar á því að fylgst er með óvenjulegum aðferðum rannsóknarlögreglunnar Bun, sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Hann er skyggn og segist sjá persónuleika fólks. Í byrjun myndarinnar er hann að rannsaka morðmál á mjög óvenjulegan hátt og lætur m.a. troða sér ofan í tösku og henda sér niður stigagang. Þegar hann er síðan tekin aftur úr töskunni segir hann hver morðinginn hafi verið. Allt virðist þetta vera frekar skrítið og myndin verður skrítnari og skrítnari eftir þetta. Þegar lögreglustjórinn hættir, sker Bun af sér eyrað og gefur honum og gefur upp þá ástæðu að lögreglustjóranum hafi vantað persónuleika. Bun er látinn fara snemma á eftirlaun eftir þetta. Síðan tekur myndin aftur við nokkrum árum síðan, þá er lögregluþjóninn Ho að rannsaka dularfullt hvarf annars lögreglumanns. Þessi lögreglumaður hafði verið að eltast við þjóf ásamt félaga sínum Chi-Wai (ef ég man rétt) þegar hann hvarf en byssan hans hins vegar hefur verið notuð í ýmsum ránum/glæpum m.a. morði. Ho hefur þá leit af Bun og finnur hann að lokum og biður hann um aðstoð við málið. Bun samþykir að koma með honum en hann er í leiðinni að rífast við konuna sína, sem vill ekki að hann fari aftur að vinna. Bun og Ho fara að rannsaka málið frekar og komast að því, eða Bun kemst að því að Chi-Wai hafi drepið félaga sinn til þess að fá byssuna hans, þar sem byssunni hans hafi verið stolið. Eftir þetta fer af stað frekar hröð atburðarrás sem var pínu erfitt að fylgja eftir en á endanum þá kemst það upp að Chi-Wai hafi drepið félaga sinn og grafið hann niður og kennt indverskum smáþjófi um þetta allt (hafði meðal annars komið fyrir sönnungargögnunum í íbúð hans).

Í byrjun myndarinnar var ég nú ekki alveg viss um hvað ég væri að fara að horfa á, þar sem hún er nett furðuleg. Ég held ég hafi líka sjaldan kúgast jafn mikið yfir mynd eins og þegar Bun var að skera af sér eyrað. Mér fannst reyndar nokkuð sniðugt að ástæða hans fyrir þessu athæfi var ekki gefin upp fyrr en nokkuð seinna. Það var svolítið farið úr einu í annað og það tók mig svoldinn tíma að synca mig inn á hvað væri að gerast og hvað væri raunveruleiki og hvað ímyndun Buns. Mér fannst Bun, Ho og Chi-Wai vera allir nokkuð áhugaverðar persónur.




Bun er náttúrulega eitthvað mjög sérstakt. Hann er skyggn og sér að eigin sögn persónuleika fólks. Hann fer sínar eigin leiðir og skiptir sér ekki af öðrum. Mér fannst eins og að eftir því sem leið á myndina var meira verið að leggja áherslu á að hann væri geðbilaður heldur en skyggn. Kannski varð hann geðbilaðri eftir því sem leið á hana en ég tók þá ekki eftir því nema að sjónarhornið á hann virtist breytast. Hann á sambandi við konuna sína og í byrjun virðist það mjög eðlilegt allt þangað til að Ho kemur í heimsókn og áhorfandinn fattar að hún er ekki til þar sem Ho sér hana ekki. Ég hélt mjög lengi út myndina að kona Buns væri látin og þetta væri draugur hennar sem væri að spjalla við hann en ekki bara ímyndun hans. En hún er á lífi og Bun sér hann að meira segja allt öðruvísi, þekkir hana ekki þar sem persónuleikinn hennar er eldri. Mér fannst Bun vera nokkuð gáfaðri en hann virtist í fyrstu, eins og þegar hann stelur skilríkjum og byssu Ho's til þess að klára málið sjálfur. Ég fór líka að spá í hvort að það að Bun hafi skorið af sér eyrað sé tilvitnun í Van Gogh sem gerði það sama og þá hvort þetta sé eitthvað svona misskilins snillinga-complex. Atriðin þegar hann er að lifa í gegnum það sem morðinginn gerði eru nokkuð oft frekar fyndin og skemmtileg og lífguðu upp á myndina.


Ho virðist vera mjög metnaðarfullur og hann virðist vilja líkjast Ho, hann er alltaf að reyna sömu aðferðir og hann til þess að finna út lausnir á málunum og vill sjá konu Buns (sem hann heldur að sé látin). Það er svolítið eins og hann vilji vera skyggn til þess að eignast frábæra frama Buns (sem Bun hafði haft áður en hann skar af sér eyrað og allir héldu að hann væri geðveikur). Hann lætur til dæmis Bun grafa sig niður í jörðina til þess að reyna að finna út hvar lögreglumaðurinn sé en endar á því að drepa sig næstum og láta Bun plata sig. Bun sér Ho sem lítinn, hræddan og veiklulegan dreng (persónuleikinn hans) sem mér finnst að gæti merkt hvað Ho er í raun lítill og hræddur en vill vel. En í endanum þegar Ho drepur Bun í ruglingslega atriðinu, þá sér Bun að kona í dragt með svona valdmannslegt yfirbragð er búin að koma sér fyrir við hliðina á litla dregnum, hún er búin að bætast við persónuleika Ho's.

Bun sér Chi-Wai sem 7 persónuleika og mér fannst það vera gefið nokkuð snemma upp að hann væri í raun og veru morðinginn. Þessir 7 persónuleikar eru nokkuð ólíkir og ég fór að hugsa hvort þeir gætu nokkuð merkt dauðasyndirnar 7, græðgi - feiti kallinn og stolt-valdsmannlega konan eða eitthvað svoleiðis. En Chi-Wai er einnig mjög gáfuð persóna og kemur sér vel undan lögreglunni og þó svo að mér hafi strax fundist hann líklegur morðingi þá fór ég að halda að hann væri saklaus á tímabili.

Eins og ég er búin að segja þá var þetta nokkuð ruglandi mynd og ég er ekki viss um að ég hafi náð öllum staðreyndunum rétt. Mér leist ekkert á hana í byrjun en síðan allt í einu byrjaði hún að halda mér fastri og ég varð að vita hvað gerðist næst. Persónuleikarnir sem Bun sá voru í fyrstu nokkuð ruglandi (hélt ég væri að rugla saman persónum) en síðan heillandi (komst samt ekki hjá því að detta í hug Shallow Hal með Jack Black í sambandi við að sjá innri manneskju fólks). Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé kínverska mynd og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Mér fannst litirnir vera svolítið skrítnir, svona gulir og gráir og hún var öll svona frekar dökk, kannski til þess að sýna hugarástand Buns? En klippingin á milli persónuleika fólks og fólksins sjálfs voru mjög vel gerðar og stundum ruglaðist ég algjörlegag um hvern væri verið að tala og mér finnst það nokkuð sniðugt hjá þeim sem gerði hana, því þá fór maður ósjálfrátt að einbeita sér meira að því sem maður sá á skjánum. En lokaatriðið gjörsamlega ruglaði mig, ég fattaði að Ho væri að reyna að breyta settinu en útaf speglunum og öllum persónuleikunum þá náði ég litlu af því sem væri að gerast, en hugsanlega var þetta með ráðum gert...