Saturday, February 28, 2009

Sånger från andra våningen



Þar sem ég fattaði ekki alveg þessa mynd þá ákvað ég slá henni upp í google og sá þar að þetta er ljóða mynd með svartan húmor. Það hjálpaði ekki mikið til við skilninginn minn á henni en þá gat ég samt betur gert mér grein fyrir því hver ætlunin með hana var. En hins vegar þá fattaði ég að myndin er byggð upp og ljóð; það koma langar þagnir (svartur skjár í svoldinn tíma) og síðan passar tónlistin ekki alltaf innan í atriðin. Hún byrjar kannski í atriði sem hún passar ekki við en fer síðan inn í annað þar sem einhver er kannski að spila tónlistina. Eins og í atriðinu sem fer inn í atriðið þar sem sonur Kalle og kærastan hans eru að spila saman á blokkflautu. Tónlistin byrjaði í atriðinu á undan upp úr þurru og síðan var klippt yfir á þau að spila saman.

Mér fannst þetta vera nokkurs konar ádeila á kreppu og lifnaðarhátt manna. Myndin fjallar aðallega um Kalle, sem brenndi húsagagnaverslunina sína (til þess að fá tryggingarfé að því að mér skildist) hann á tvo syni annar þeirra missti vitið og er á geðveikrarspítala en hinn keyrir um á leigubíl og þreytist við að heyra í fólk röfla um vandamálin sín. Kalle fer síðan að sjá látinn vin sinn sem hann skuldaði pening og annað látið fólk þegar á líður á myndina.
Í myndinni er líka Pelle, einhverskonar auðjöfur eða aðstoðarmaður auðjöfurs. Samstarfsmaður eða félagi hans segir að þeir ætli að koma sér undan ástandinu.
Það koma ýmisskonar aukaperónur inn í myndina, stundum bara í stutta stund og síðan kemur bara ekkert meira fram um þær.

Gamli maðurinn í búrinu fannst mér vera hugsanlega ádeila á það að loka gamalt fólk inni og leyfa því ekki að hafa frelsi.
Síðan fannst mér það táknrænt þegar að sölumaðurinn með Jesú á krossinum, henti öllum krossunum á ruslahaugana og síðan þegar Kalle kom þá risu allir dauðu upp úr jörðinni og komu í átt að Kalle, eins og heimurinn væri að farast, það væri dómsdagur. Og fólkið sem gekk um göturnar lemjandi hvort annað með svipum væri í einhverskonar vítahrings píslagöngu.
Þegar litlu stelpunni er "fórnað" þá er spurning hvort um er að ræða fórn til þess að laga ástandið þar sem ýmiskonar fólk er samansafnað þegar það er gert.

Það sem mér fannst mjöf áhugavert var það hvað allir voru venjulega útlítandi í þessari mynd, ekkert var gert til þess að fegra raunveruleikann og eins og að jafnaði er gert, sérstaklega í Hollywood myndum. Kalle og Pelle voru mjög líkir útlitslega fannst mér, báðir feitir og gráhærðir og það tók mig smá tíma að sjá muninn.

Ég get bara ekki skrifað mikið meira um þessa mynd nema það að hún ruglaði mig í ríminu en hún var samt nokkuð skemmtileg þrátt fyrir það.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 5 stig.

Vissulega lítur fólk nokkuð eðlilega út, en á sama tíma eru allir með rosalega hvítt meik. Stundum finnst manni eins og fólk eigi að líta út fyrir að vera dautt. Síðan sá ég einhvers staðar viðtal við leikarann þar sem fór að tala um Andrés Önd í þessu samhengi! Þ.e. að hvítmálningin ætti að gera persónur að teiknimyndafígúrum.