Riff- viðburðurinn sem ég fór á var málþingið: Sjálfsmynd norrænnar kvikmyndagerðar. Vegna annríkis hef ég ekki getað hent þessu inn.
Þetta var alveg nett áhugavert eða allavega það sem skildi. Allt fór nefnilega fram á dönsku að beiðni þáttakanda, en glærurnar sem sýndar voru í byrjun voru á ensku þannig að ég þurfti að einbeita mér mjög mikið til að skilja hvað var verið að ræða hverju sinni, sérstaklega eftir að þær hættu að nota glærurnar. Það voru einungis konur að tala og einungis einn maður sat allt málþingið, eftir því sem ég sá.
Þær sem stjórnuðu málþinginu voru Paprika Steen, leikkona og leikstjóri frá Danmörku (hún var svona eiginlega “aðal” og talaði mest), Katrin Ottarsdóttir, kvikmyndagerðarmaður frá Færeyjum, Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndastöðvar Íslands, Sif Gunnarsdóttir, starfsmaður höfuðborgarstofu, Ólöf Ýr Atladóttir , ferðamálastjóri og síðan var það Maríanna Friðjónsdóttir sem stjórnaði umræðunum en hún erstjórnarformaður KIKS/WIFT (Konur í kvikmyndum og sjónvarpi).
Í byrjun málþingsins voru settar fram þrjár spurningar:
1. Hver er ímynd norrænnar kvikmyndagerðar?
2. Eiga Norðurlöndin einhverja sameiginlega ímynd?
3. Er skýr samfélagsmynd í kvikmyndum markaðsvæn?
Ég heyrði/skildi bara svar Papriku við spurningu tvö hún sagði bara NEI! En það hefði líka getað verið við spurning þrjú, þar sem hún talaði mikið um það hvað norrænar kvikmyndir myndu aldrei “meika” það á alþjóðlegum markaði.
Fyrst kom fram nokkrar staðreyndir um danska kvikmyndmarkaðinn árið 2007.
Gefnar voru út:
· 27 innlendar myndir.
· 108 amerískar myndir.
· 17 “adult feature films” sem ég er ekki viss hvað er.
· 8 „feature“ myndir framleiddar fyrir ungt fólk.
· En að að meðaltali 216 m evra eytt/þénað
· 90 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum til danskra kvikmynda.
· 33% innkoman frá dönskum kvikmyndum kom frá öðrum löndum.
Síðan árið 1999 hafa 50% af dönskum kvikmyndum verið sýndar í öðrum löndum en einungis 19% amerískar á móti.
Danir tróna hæst yfir Skandinavíu (Ísland er ekki með í þessu) með mest áhorf á innlendar myndir í landinu.
· 26% Dana sjá danskar myndir í bíó
· 13% Norðmanna sjá norskar myndir í bíó
· 18% Finna sjá finnskar myndir í bíó
· 22% Svía sjá sænskar myndir í bíó
En Danir eru númer 2 á lista yfir þau lönd sem fara mest í bíó á innlendar myndar en Frakkland trónir efst á toppi með 37% þjóðarinnar.
Þó svo að Norðurlöndin/Skandinavía séu ólík lönd er reynsla útlendinga utan þessa svæðis svipuð á bíómyndunum. Útlendingar hugsa bara „skandinavískar“ kvikmyndir en á meðal Norðurlandabúa eru þetta myndir frá ólíkum löndum.
Nokkrir punktar sem ég náði að skilja alveg voru þessir (mest sagði hin danska Paprika Steen):
Rómantískar danskar myndir verða aldrei að blockbusters vegna tungumálaörðugleika, útlendingar heyra bara rugl.
Dönsk „mainstream mynd“ væri talin „arty“ í öðrum löndum
Ef Íslendingar gætu framleitt næstu/svipaða mynd og Die Hard mynd á íslensku væri það gott fyrir erlendan markað. En það myndi aldrei virka vegna þess að það eru svo margir ómenntaðir í útlöndum se heyra bara kaldhæðnislega „útlensku“.
Vandamálið með íslenskar barnamyndir er að foreldrar eru ekki nógu og duglegir að fara með krakkanna í bíó almennt.
Norðlenski markaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir lítið land eins og Ísland.
Í rauninni lærði ég ekki mikið af þessu málþingi annað en það að ég skil mikið meira í dönsku en ég hélt. Það var mest rætt um það hvers vegna myndir frá Norðulöndum ná aldrei frama.
1 comment:
Fín færsla. 7 stig.
Post a Comment