Monday, October 6, 2008

Riff: Story of Stuff / Stone Silence

Story of Stuff


Ég skellti mér á sýningu sem innihélt tvær fremur stuttar heimildarmyndir og mjög ólíkar.

Fyrst var sýnd Story of Stuff. Hún var í rauninni um endurvinnslu hluta og það hve mikið af því sem er keypt er hent aftur stuttu seinna. Mér fannst þessi mynd vera fyrir amerískan markað og svoldið eins og kennslumyndband fyrir börn. Allt var teiknað með "óla prik" köllum og síðan var konan Annie Leonard klippt inn á skjáinn. Hún var sögumaðurinn og einnig hugmyndasmiðurinn. Allt það sem koma fram í myndinni voru þankar hennar. Þessi mynd var ekkert fræðandi fyrir mig. Það var í rauninni eins og konan léti eins og hún hafi aldrei heyrt um endurvinnslu og hve mikið amerískur markaður neytir á hverju ári. Á heildina myndi ég segja að þessi mynd væri einfölduð barnafræðsla um endurvinnslu, neyslu og úrgangsefni.
En hérna er annars heimasíða þessarar konur og myndar: http://storyofstuff.com/

Stone Silence

Seinni myndin sem var sýnd fannst mér ögn áhugaverðari. Þar var fjallað um sögu 29 ára gamallar íranskar konu sem talin er hafa verið grýtt til bana árið 2005. Amina bjó í Afganistan og var þvinguð til hjónabands eins og mikið er um konur þar, hjónabandið var ekki gott, maðurinn hennar var til að mynda ekki heima sex mánuði í senn á meðan hann var að vinna. En einn daginn kemur mamma stráks sem vann á heimili foreldra að Aminu í herbergi sonar síns, stundum í myndinni sagði hún þau hafa verið í rúminu og lét sækja foreldranna hennar en á leiðinni heim er Amina sögð fá hjartaáfall og hafa dáið. Talað var við fjölskyldu hennar og fjölskyldu stráksins. Myndin var textuð en hún var annars öll á írönsku. Það hefur greinilega tekið ágætlega langan tíma að taka upp myndina því að pabbarnir fóru báðir í fangelsi út af því að börnin hefðu framið hjúskaparbrot en strákurinn lét sig "hverfa". Mörg viðtölin í myndinni við aðilana voru mjög þvinguð og það sást að fólkið var ekki að segja allt sem skipti máli. En þegar liðið er á myndinna sést að kvikmyndagerðarmennirnir þykjast hafa slökkt á myndavélunum en taka upp persónuleg samtöl, þar sem kemur í ljós að strákurinn hafi ekki látið sig hverfa að fúsum vilja, hann hafði verið illa barinn. Hann kemur fram í myndinni og segir að Amina hafi bara viljað spjalla. Málið um hvort að Amina hafi í raun verið grýtt til bana eða ekki mun líklegast aldrei vera leyst. En í Afganistan telst það ekki framhjáhald nema að að minnsta kosti fjórar manneskjur verði vitni af því og einnig er það ólöglegt að grýta manneskju til bana nema að 4 manneskjur séu líka viðstaddar það, helst þær sömu og sáu framhjáhaldið. Það komu réttarlæknar frá borginni (myndin gerist upp í sveit) og kryfja líkið og segja að hún hafi kafnað en ekki verið grýtt, samt er alltaf talað um að hún hafi fengið hjartaáfall. En dómarinn í málinu vill sjá sannleikann en lögrelgan er alltaf að kveða málið niður og ekkert er gengið á að fólk verði sakfellt.

Mér fannst þessi mynd mjög fræðandi og átakanleg. Heimurinn sem konur búa við þarna er hræðilegur, ég sá hvað maður lifar í vernduðum heimi. Hún fór frá heimilinu því að pabbi hennar hafði sagt eitthvað við hana eða lamið (svo skildist mér) og leitað huggunar hjá vini sínum, kannski ástmanni. Eitt það átakanlegasta í myndinni fannst mér vera viðbrögð mömmu Aminu, hún var alveg brjáluð yfir þessu þó svo að myndin er gerð meira en ári eftir að þetta gerðist. Hún sagði að ef Amina hefði ekki fengið "hjartaáfallið" á leiðinni hefði hún drepið hana sjálf eða drepið sjálfa sig úr skömm. Skömm var komin yfir báðar ættirnar og allir voru bitrir. Til að mynda strákurinn Karim (vinurinn/ástmaðurinn) sá ekki fram á að geta gifst og fengið vinnu nema með bröguðm. Foreldrar hans þurftu að flýja vegna ofsókna og ofbeldis. Það eina sem ég hefði viljað vita er hvort hún hafi í raun verið grýtt eða kyrkt.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.