Seinni sýningin á Riff sem ég fór á var Ljónagryfjan. Þetta var mynd sem tekur á mjög umdeildu efni sem ekki hefur svo mikið verið fjallað um til dæmis er þetta ekki leyfilegt á Íslandi. Myndin gerist og er frá Argentínu.
Myndin fjallaði um Juliu unga konu sem sökuð um morð á ástmanni kærasta síns og fyrir árás á kærastann. Áhorfandinn fær aldrei að vita hvað gerist í raun og veru því að Juliu og kærastanum hennar ber ekki saman um söguna, þau kenna hvort öðru um. Julia er send í kvenna fangelsi og þar kemur í ljós að hún er ólétt og komin sirka 3 mánuði á leið. En fangelsið er með sér álmu fyrir mæður og í Argentínu er leyfilegt fyrir konur að ala upp barnið sitt í fangelsinu til 4 ára aldurs, en þá fer það til nánasta ættingja en ef það er enginn ættingi er barnið sent í ættleiðingu. Julia virðist vera mjög óstöðug og það er eins og hún vilji ekki eignast barnið í fyrstu. Hún segir einnig að barnið sé sonur dauða ástmanns kærasta hennar. En Marta, fanginn í næsta klefa kvetur hana til að eiga barnið því að það sé miklu betra að vera í "mömmu fanglesinu". Julia ákvðeur því að eignast barnið Thomas, vill ala það upp í fangelsinu. En hún er ekki búin að fá dóm og segist vera saklaus. Mamma hennar hins vegar bjó í Frakklandi en flytur til Argentínu vegna málsins, hún vill ala Thomas upp fyrir utan fangelsið. Myndin er í raun togstreitan milli Juliu og mömmu hennar.
Þetta var mjög átakanleg mynd um efni sem tengist Íslandi lítið. Ég hafði í rauninni ekki pælt í því að börn gætu verið með mæðrum sínum í fangelsum. Það eru tvær hliðar á þessu máli og það er erfitt að dæma um hvor þeirra er rétt. Á barn alltaf rétt á að alast upp með móður sinni þó svo að það gæti reynst hættulegt uppeldi og umhverfi. Eða ætti barnið að fá að alast upp hjá ömmu sinni í nokkuð "venjulegu" umhverfi þar sem það gæti farið í leikskola og eignast vini. Þetta var mjög spennandi mynd á köflum en líka mjög langdregin, myndatakan var nokkuð dökk og þunglyndisleg mest allan tímann.
Myndin fjallaði um Juliu unga konu sem sökuð um morð á ástmanni kærasta síns og fyrir árás á kærastann. Áhorfandinn fær aldrei að vita hvað gerist í raun og veru því að Juliu og kærastanum hennar ber ekki saman um söguna, þau kenna hvort öðru um. Julia er send í kvenna fangelsi og þar kemur í ljós að hún er ólétt og komin sirka 3 mánuði á leið. En fangelsið er með sér álmu fyrir mæður og í Argentínu er leyfilegt fyrir konur að ala upp barnið sitt í fangelsinu til 4 ára aldurs, en þá fer það til nánasta ættingja en ef það er enginn ættingi er barnið sent í ættleiðingu. Julia virðist vera mjög óstöðug og það er eins og hún vilji ekki eignast barnið í fyrstu. Hún segir einnig að barnið sé sonur dauða ástmanns kærasta hennar. En Marta, fanginn í næsta klefa kvetur hana til að eiga barnið því að það sé miklu betra að vera í "mömmu fanglesinu". Julia ákvðeur því að eignast barnið Thomas, vill ala það upp í fangelsinu. En hún er ekki búin að fá dóm og segist vera saklaus. Mamma hennar hins vegar bjó í Frakklandi en flytur til Argentínu vegna málsins, hún vill ala Thomas upp fyrir utan fangelsið. Myndin er í raun togstreitan milli Juliu og mömmu hennar.
Þetta var mjög átakanleg mynd um efni sem tengist Íslandi lítið. Ég hafði í rauninni ekki pælt í því að börn gætu verið með mæðrum sínum í fangelsum. Það eru tvær hliðar á þessu máli og það er erfitt að dæma um hvor þeirra er rétt. Á barn alltaf rétt á að alast upp með móður sinni þó svo að það gæti reynst hættulegt uppeldi og umhverfi. Eða ætti barnið að fá að alast upp hjá ömmu sinni í nokkuð "venjulegu" umhverfi þar sem það gæti farið í leikskola og eignast vini. Þetta var mjög spennandi mynd á köflum en líka mjög langdregin, myndatakan var nokkuð dökk og þunglyndisleg mest allan tímann.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Post a Comment