
Heimildamyndin The Cats of Mirikitani kom mér rosalega á óvart. Ég var ekkert búin að búa mig undir neitt sérstakt en hélt að þetta yrði bara heimildamynd um heimilislausan málara. En myndin kom mér í opna skjöldu, nálægðin við Jimmy var svo persónuleg að strax á fyrstu mínútunum var ég byrjuð að finna til með honum og vona að lífið yrði aðeins auðveldara fyrir hann. Myndin er tekin upp á árunum 2001-2002 af Lindu Hattendorf. Hún býr í nágrenni við Jimmy Tsutomu Mirikitani heimilislausann málara. Hún hefur greinilega fengið leyfi hjá honum fyrir að gera mynd um hann því það kemur fram þegar hann segir að hann hafi haldið að hún myndi ekki koma þegar hún var aðeins sein. Eftir 11. september 2001 er mikil mengun vegna árásanna á tvíburaturnanna í hverfinu þeirra og Linda fær þess vegna Jimmy að koma og vera í íbúðinni hjá sér. Þar koma aðeins persónulegri skot af honum, þar sem hann er annað hvort að syngja, mála eða horfa á sjónvarpið. Það var mjög áhugavert hve oft kötturinn hennar Lindu var sýndur í mynd og ég tel að það gæti verið vegna ástar Jimmys á köttum. Áhorfandinn fær smátt og smátt að kynnast Jimmy sem hafði fæðst í Sacramento 1920 en flutt til Hiroshima þegar hann var þriggja ára og alist upp þar. Jimmy sagðist ekki hafa verið hermaður heldur listamaður, hann lagði mikla áherslu á að hann væri listamaður í myndinni. Hann fer til Bandaríkjanna í heimsókn til systur sinnar og fjölskyldu þegar hann er átján ára. Stærsta ástæða hans fyrir því að koma þangað var líka til þess að kynna list sína og verða algjörlega listmálari. En vegna stríðs Japanna og Bandaríkjanna var öllu fólki af japönskum uppruna skellt í búðir við Tule Lake. Það kom fram í myndinni að Jimmy málar mynd frá búðum á hverjum degi, þessi reynsla situr honum greinilega ofarlega í minni og hefur alltaf haft áhrif á hann. Hann hafði mjög mikið óbeit á bandarísku stjórninni því að hann hélt að þau hefðu tekið af honum borgararéttinn eins og var gert við Japananna á þessum tíma (en hann hafði aldrei fengið bréf um að hann hefði fengið hann aftur). Linda hjálpar honum að fá allar þessar upplýsingar sem hann hafði aldrei fengið áður. Hún hjálpar honum að eignast líf aftur, en hann hafði búið á götunni viss um að enginn skipti sér af því sem hafði gerst og vildi bara vera listamaður, sem hann svo fékk.
Mér fannst mjög áhugaverð og minnisverð sagan sem hann segir af hinum stráknum í búðunum sem líka elskaði ketti. Sá hafði dáið ungur og ætið fylgt Jimmy og beðið hann að teikna myndir af köttum fyrir sig. Þegar Jimmy fer á 60 ára reunion í búðunum á Tule Lake þá dreymir hann drenginn sem segist vera ánægður núna og fer frá honum.
Þetta var heimildamynd með sögumanni, Jimmy lýtur ekki beint í myndavélina en samt finnst mér eins og áhorfandinn sé mjög nálægt honum, kannski af því að oft er "zoom-að" inn að andlitinu á honum þegar hann sýnir mikil svipbrigði. Sérstaklega fannst mér þetta flott þegar hann var að tala við systur sína í fyrsta skipti í langan tíma. Það var greinilegt að minningarnar voru að togast á inni í honum.
Mér fannst mjög áhugaverð og minnisverð sagan sem hann segir af hinum stráknum í búðunum sem líka elskaði ketti. Sá hafði dáið ungur og ætið fylgt Jimmy og beðið hann að teikna myndir af köttum fyrir sig. Þegar Jimmy fer á 60 ára reunion í búðunum á Tule Lake þá dreymir hann drenginn sem segist vera ánægður núna og fer frá honum.
Þetta var heimildamynd með sögumanni, Jimmy lýtur ekki beint í myndavélina en samt finnst mér eins og áhorfandinn sé mjög nálægt honum, kannski af því að oft er "zoom-að" inn að andlitinu á honum þegar hann sýnir mikil svipbrigði. Sérstaklega fannst mér þetta flott þegar hann var að tala við systur sína í fyrsta skipti í langan tíma. Það var greinilegt að minningarnar voru að togast á inni í honum.
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Það var ekki bara það að bandarísk stjórnvöld hefðu tekið af honum ríkisborgararéttinn, þau hentu honum og systur hans í fangabúðir og vörpuðu kjarnorkusprengju á fjölskyldu hans. Hann var skiljanlega sár yfir því.
Post a Comment