Sunday, February 1, 2009

Le Renard et l'enfant.


Sú mynd sem ég fór að sjá á frönsku kvikmyndahátíðinni var Refurinn og barnið eða Le Renard et l'enfant. Ég vissi lítið um hana áður en ég fór í bíó annað en að hún væri eftir sama leikstjóra og gerði Ferðalag keisaramörgæsarinnar, Luc Jacquet.

Myndin byrjar á því að ung stelpa gengur niður stíg í mjög fallegu umhverfi, það er haustlegt og stór skógur nálægt. Hún tekur þá eftir ref og verður mjög heilluð af dýrinu, gleymir stund og stað og fer í átt að því. Refurinn hleypur ekki strax af stað heldur horfir líka á hana. Í stutta stund er eins og skilin milli manna og dýra séu ekki til staðar. En sú stund líður þegar stelpan ætlar að nálgast refinn og klappa honum, þá hleypur hann í burtu. Stelpan fær refinn á heilann og leitar og leitar af honum á hverjum degi, hún kallar hann refinn sinn og verður í rauninni með hann á heilanum. Hún labbar um allan skóginn og leitar að sporum í snjónum þegar veturinn er kominn. Hún fer marga hringi að elta sporin og endanum dettur hún og fótbrýtur sig. Hún eyðir öllum vetrinum inni hjá sér og hugsar alltaf um refinn sinn. Þegar sumarið kemur og hún getur hreyft sig fer hún strax útí skóg að leita að honum. Hún finnur hann og reynir að öllum mætti að nálgast hann. Það tekst að lokum eftir langa mæðu og uppfrá því hefst undarleg og ævintýraleg vinátta sem á eftir að breyta lifi hennar.

Í myndinni er sögumaður, stelpan þegar hún er orðin eldri og því er frásögnin frá hennar sjónarhorni og í fyrstu persónu en í þátíð. Þó að mestu leyti sé stelpan bara sýnd í leit sinni koma líka oft náttúrulífsmyndir að refnum í sínu eðli og náttúru. Refurinn er gerður nokkurn veginn af persónu en áherslan er samt alltaf að hann er dýr en ekki manneskja. Þetta er sagt vera barnamynd fyrir börn frá 6 ára aldri, en fullorðnir skilja hugsanlega tilganginn með henni betur.
Þó svo að manneskja og dýr geti orðið vinir í einhvern tíma, kemur alltaf fram frumeðli mannsins til þess að vera stjórnandi yfir dýrum. Stelpan og refurinn verða nokkrun veginn vinir og refurinn er nokkurn veginn eins og gæludýrið hennar. Refurinn leiðir alltaf nokkurn veginn leikinn þannig að hún eltir hann en á endanum vill hún stjórna leiknum og reynir m.a. að láta hann fara í feluleik í herberginu hennar með hræðilegum afleiðingum og setja á hann ól með bandi.

Þetta var frábær mynd, falleg og myndatakan æði. Fyrir barn væri þetta mynd um stelpu og ref sem verða vinir en þetta er í rauninni mynd sem sýnir fram á eðli mannsins og mun hans og dýra. Það var ótrúlegt að gera samsvarað sig 10 ára stelpu sem lifir í þvílíkum ævintýraheimi. Þetta er líklegast til dæmisögu ævintýramynd. Hún var líka á pörtum rosalega sorgleg og ekki hægt að halda tárunum aftur. Myndatakan var rosaleg þegar náttúrulífsmyndirnar voru teknir. Það var tekið niður í hreiður refsins og lífsbaráttan hans sýnd í nærmynd. Í raun voru líka notaðir sirka 10 refir í hlutverk refsins. Myndin gerist á einhverjum fallegasta stað sem til er. Stórt skóglendi, fossar, ár og sveitarlegt umhverfi.

Stelpan sem leikur "barnið" er órtúlega krúttleg og einlæg í leik sínum.
Ég sá líka einhverstaðar á netinu að myndin er byggð á svipaðri reynslu leikstjórans.
Frábær mynd sem fæstir mega sleppa að sjá.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 6+2=8 stig