Thursday, February 26, 2009

Idi i smotri


Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri í þann mund að horfa á þegar ég skellti Idi i smotri í tækið, ég vissi að þetta væri rússnesk stríðsmynd en ekkert meira. Þannig að ég var ekki undirbúin fyrir það sem var í væntum.

Myndin fjallar um Florya (Florian, misjafnt hvernig það var þýtt) ungan rússneskan strák, ég gat ekki alveg gert mér grein fyrir því hvað hann væri gamall, hann gæti a. Í byrjun myndarinnar er hann og vinur hans að leita að vopnum, mér fannst eins og það hefði verið ástæða fyrir því, Florya vildi fá byssu til þess að vera með “þeim”. Þarna er einhver gamall maður að var þá við. Þarna er einhver gamall maður (sem kemur síðan aftur fram í myndinni) að vara þá við og herflugvél flýgur yfir. Florya finnur stórann riffil og tekur hann með heim. Mamma hans verður brjáluð og segir honum og núna muni þau öll deyja.

Síðan koma tveir hermenn heim til þeirra og eru nokkuð dónalegir, Floria fer með þeim og mamma hans verður móðursjúk. Þeira taka Florya með sér og hann virðist ánægður með það. Hann fer með þeim að herbúðum en þegar það kemur að því að fara þá skilja þeir hann eftir hjá konunum í búðunum. Þar er stelpa, Glasha þau ná “saman” sem vinir þegar bæði eru grátandi í skóginum, hann vegna þess að hann var skilinn eftir og hún að því mér best skildist útaf Kossach (einhverskonar herforingja hópsins). En stuttu eftir flýgur herflugvélin (sem sást þegar strákarnir voru að leita af byssunum) yfir og stuttu síðar byrjar sprengju - skothríð sem eyðileggur allt í kring þar á meðal búðirnar.

Það er eins og þá missi Florya heyrnina og einnig vitið. Þá kemur kafli í myndinni þar sem ekkert er talað og hann og Glasha eru bara að lifa af skógnum. Hann fer með hana heim til þess að koma þeim í skjól en þar er enginn. Glasha gerir sér grein fyrir því að búið sé að drepa alla en það er eins Florya vilji ekki trúa því, hann er viss um að hann viti hvar fjölskyldan sín og allir eru og leiðir hana áfram, yfir mýri þar bæði eru næstum drukknuð. Hún sér hins vegar líka allra fyrir aftan húsið en segir honum það ekki fyrr en þau eru komin yfir mýri útá eyju, þar sem Florya heldur að allir séu. Þegar hún segir honum að þau séu öll látin þá brjálast hann og hrindir henni aftur út í mýrina. Þá kemur að hermaður sem hjálpar þeim og tekur þau með sér þar sem fólk úr bænum hefur safnast saman og einnig nokkrir hermenn. Þar er mikil andúð gagnvart Hitler og allir hjálpast að við að búa til leirkall í líki Hitlers. Þrír menn og Florya fara með leir-Hitlerinn af stað og setja hann við vegarbrún, á leiðinni eru allir drepnir í sprengingumnema Florya sem kemst undan. Bóndi nokkur hjálpar honum en í þeim bæ taka nasistar akkúrat yfir og fremja fjöldarmorð. Florya kemst undan og hittir aftur rússnesku hermennina sem að drepa nastistanna. Myndin endar á því að Florya skítur mörgum skotum í mynd af Hitler og á sama tíma koma raunverulegar myndir af morðum/pyntingum nasista á Rússum.


Ég átti pínu erfitt með því að ná alltaf samhengi í myndinni, hún óð frá einu í annað og var ekkert mikið að útskýra hvað var að gerast. Mér fannst hún líka frekar ógeðfelld og átti þess vegna erfitt með að halda alltaf athyglinni. Ég líka náði aldrei hvort að Florya var heyrnarlaus, Glasha sagði það alltaf en síðan virtist Florya alveg skilja bóndann í hinum bænum. Mér fannst seinni helmingurinn þó aðeins betri þó svo að hann væri kannski nokkuð ógeðslegur á köflum. Líka það hvernig Florya verður brjálæðari í andlitinu eftir því sem líður á myndina virkarhræðandi fyrir framhaldið. Myndatakan var líka svoldið spes í fyrri hlutanum (eða þar fannst mér þetta meira áberandi), það var mikið um andlits zoom þar sem sýnd voru í nærmynd andlitin á fólki. Ég tók sérstaklega eftir þessu með andlitið á Glasha og þar var hún oft að opna meira augun til skiptis við eðlilega opnun. Mér fannst þetta gefa frekar geðsýkislegt yfirbragð svona strax og einnig þegar augað á kúnni sem deyr á túninu var sýnt í dauðatygjunum þá gat ég ekki horft. Hljóðið gaf myndinni líka nett ógeðslegan blæ og þá sérstaklega eftir sprenginguna í búðunum, þá verður hlóðið bælt (líklegast til þess að undirstrika það sem Florya heyrir). Síðan var Sálumessa Mozart (Requiem) spiluð í endan þar sem alvöru myndirnar úr stríðinu voru sýndar, þá fékk ég gæsahúð og tár í augun.

Þetta var mjög fræðandi mynd um það sem fór fram í Seinni heimstyrjöldinni í Rússlandi en ég vil samt ekki horfa á þessa mynd aftur, gæsahúðin og hryllingurinn sem ég fann flesta alla myndina haftrar því. Þetta er líka ekki mynd til þess að horfa á, einn heima.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 8 stig.