Myndin byrjar á því að tveir menn eru að keyra í bíl, þeir tala ekki saman fyrstu mínúturnar og keyra m.a. framhjá bílslysi. Þeir stoppa og fara í jólasveinabúninga og halda síðan inn í nærliggjandi banka. Þeir eru að fremja rán og á meðan annar heldur byssu upp að öllum í bankanum nær hinn í peningana. En sá sem heldur á byssunni mætir þau augum eins viðskiptavinarins, konu og greinilegt er að hann er að sjá „konuna í lífi sínu“. En þeir halda út úr bankanum en þá er verið að draga bílinn þeirra í burtu og þeir hlaupa í átt að neðanjarðarlestunum. Þar ætla þeir að skella peningunum í skáp til þess að sækja seinna (en þeir eru mjög áberandi í jólasveinaklæðunum sínum). En upp kemur vandamál þar sem þeir eru ekki með skiptimynt til þess að borga fyrir leiguna á skápnum, þá heyra þeir í trúbador að spila á gítar. Þeir fara til hans (hann er greinilega heimilislaus og eitthvað öðruvísi en fólk er flest) og spyrja hvort hann geti skipt seðli, hann brosir og sýnir þeim ofan í gítartöskuna þar sem fáir aurar eru. Þeir taka aurana og hlaupa í burtu og setja klink í skápinn og loka peninganna inni. Trúbadorinn hleypur þá að þeim og kallar á þá, þeir flýja hann og hlaupa inn í næstu lest en missa lykilinn áður og þegar lestarhurðin lokast þá stendur trúbadorinn með skápalykilinn í höndunum.
Þarna fer af stað svakalega atburðarrás sem erfitt er að útskýra nema með því að rekja söguna af mestu leyti. Þá koma við sögu lögreglumenn sem keyra óvart á trúbadorinn þegar hann hefur gert sér grein fyrir því hvað sé í skápnum sem lykillinn gengur að. Þeir halda að þeir hafi drepið hann og ætla að losa sig við líkið. Þá lenda þeir í árekstri við eftirlýstan glæpamann og „líkið“ flýgur út um gluggann og lendir út á vatni. Við vatnið er prestur (sem hafði óvart kveikt í kirkjunni sinni) í þann mund að fremja sjálfsmorð þegar hann sér trúbadorinn fljóta eftir vatninu, hann hleypur út í vatnið og dregur manninn upp á land. Þá heldur hann að þetta sé Jesús Kristur (þar sem hann er í rifnum fötum, með sítt hár og skegg). Hann heldur að þetta sé leið Guðs til þess að bæta fyrir bruna kirkjunnar. Hann fer því af stað í einhvers konar endurlausnar ferð til þess að bjarga Jesúsi. Það sem gerist eftir það er í rauninni tilviljanir og hluti af einhvers konar plani.
Frá þessu atviki fer af stað mjög svört kómísk atburðarrás sem meikar ekki sens nema að sá sem er að horfa, fylgist vel með og taki eftir því sem gerist. Mér fannst eins og það færi af stað einhvers konar dómínó áhrif. Sá sem hefur skrifað þessa mynd hefur verið með mjög frjótt ímyndunarafl og ekki verið hræddur við að gera það sem honum dettur í hug. En mér fannst myndin mjög skemmtileg og í rauninni nokkuð spennandi fyrsta klukkutímann en síðan þegar presturinn fer með trúbadorinn í hótelið til þess að bræða hann þá missti ég gjörsamlega skilninginn á þessari mynd. Allt í einu voru allir komnir á hótelið og síðan byrjuðu þeir að slást. Síðan skildi ég ekki alveg hvað allt fólkið var að gera á hótelinu, mér datt helst í hug að einhverskonar leikþáttur hafi verið í gangi (svona eins og þegar fólk dressar sig sérstaklega upp eins og fyrir veislu og síðan er framið „morð“ og einhver er morðinginn og hinir þurfa að finna út úr því, nema þarna var kannski ekki framið morð heldur var verið að búa til draugagang eða eitthvað). Kannski fær presturinn líka bara ofskynjanir á meðan hann er viðstaddur þessa „veislu“ og fyrst hann er að drekka í fyrsta skipti.
Mér fannst þetta frábær mynd sem hafði mjög gott skemmtanagildi og ég get vel mælt með henni þó svo að seinustu mínúturnar meiki lítið sens fyrir mér þá var fyrsti klukkutíminn svo fyndinn að hann yfirgnæfir hitt. Það var líka mjög svo skemmtilega sett inn fyndna hluti sem skiptu litlu sem engu máli fyrir myndina nema fyrir þá persónurnar, eins og til dæmis það að konan úr bankanum/lögreglukonan hafði líka rosalega áhuga á lestum og þess vegna fellur hún fyrir öðrum ræningjanum og hjálpar þeim.
1 comment:
Soldið mikil endursögn í byrjun, en annars fín færsla. 6 stig.
Varðandi hótelsenuna held ég að þetta sé einhvers konar Shining homage, þ.e. að illir andar hótelsins heltaka þau og gera þau morðóð...
Post a Comment