Myndin fjallar að mestu leyti um Gigi, frá fimm ára aldri hefur henni verið sagt af öðrum konum að þegar að þegar strákur kemur illa fram við hana þá þýði það að þeir séu hrifnir af henni. Í byrjun myndarinnar þá er Gigi orðin fullorðin og á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd. Hún virðist alltaf hafa misskilið gerðir þeirra og/eða stalkað þá þangað til að lokum hún hefur gefist upp (hún hafði haldið að allt hafi gengið vel og framtíðin sé björt). Vinkona hennar, Janine kemur henni á blint deit með Conor og það er í rauninni upphafið af myndinni. Allt gengur vel og þau ná vel saman. Þess vegna skilur Gigi ekki hvers vegna hann hringir ekki í hana aftur. Hún og vinkonur hennar Janine og Beth analysera deitið í þaula og eru vissar um að hann muni hringja og búa til allsskonar mögulegar útskýringar á því af hverju hann hafi ekki hringt (eins og konum er tamt að gera). Dæmi um svona útskýringar eru; hann er útúr bænum, hann týndi símanúmerinu hennar, einhver ættingi veiktist eða dó. Og síðan koma alltaf “vinkona/frænka vinkonu minnar lenti í alveg eins aðstæðum og hann hringdi ekki í 6 vikur en í dag eru þau hamingjusamlega gift”. Gigi gefst ekki upp frekar en venjulega, þar sem hún er viss um að hann sé hrifin af sér (allar vinkonurnar segja það) og fer á bar sem að Conor sagðist gjarnan fara á. Conor er ekki þar en vinur hans Alex tekur eftir Gigi og spyr hvað hún sé að gera. Eftir að hún útskýrir að deitið hafi gengið svo vel og að hún vilji bara hitta Conor aftur en hann hafi ekki hringt. Þá útskýrir Alex fyrir henni hugarheim karla og segir að ef hann hefði viljað hitta hana aftur þá hefði hann hringt og fundið út leið til að hitta hana þó svo að eitthvað hefði komið upp á. Frá þessu augnabliki fer Alex að útskýra fyrir Gigi hugarheim karla og hvernig þeir líta á sambönd. Hann segir henni frá “reglum þeirra” en að það séu undantekningar á reglunum en þær séu fágætar.
Inn í sögu Gigi blandast síðan aðrar aukapersónur þar sem líka er tekið á samskiptum kynjanna. Fyrst er það vinkona Gigi, Janine, hún er gift Ben. Þau hafa verið lengi saman og eru að flytja inn í nýtt hús. En Ben rekst á Önnu (Scarlett Hohanson) í súpermarkaði og dregst strax að henni.
Conor hefur lengi hins vegar verið ástfanginn af Önnu en hún lýtur á hann sem vin og það aftrar honum í að komast í samband við einhverja aðra konu (þess vegna hringir hann ekki í Gigi eftir deitið.
Síðan er það Beth (Jennifer Aniston) og Neil (Ben Affleck). Þau eru búin að vera saman í 7 ár og Beth finnst að næsta skrefið þeirra ætti að vera gifting en Neil finnst hjónaband vera rugl og sýndarmennska og eiga ekkert skilið við ástina.
Að lokum er það Mary (Drew Barrimore) sem deitar menn á netinu þar sem henni finnst það ver auðveldast.
Allar þessar sögur eru skilst mér byggðar á því sem kemur fram í bókinni. En bókin var skrifuð að einum höfunda Sex and the city. Þetta er nokkurs konar sjálfshjálparbók kvenna í því að skilja hvernig samskipti karla og kvenna virka. Þær hafa alltaf verið að lesa í einhver “tákn” og ættu að hætta því og taka bara raunveruleikanum.
Þetta er rómantísk gamanmynd og er algjörlega byggð upp þannig. Hún endar vel hjá sumum af þessum persónum en ekki öllum, eins og er alltaf best. Því þá fer áhorfandinn út í góðu skapi og með von í hjarta fyrir þá sem myndin endaði ekki svo vel fyrir. Fyrir hlé þá er myndin rosalega fyndin og brandararnir koma hver af öðrum en eftir hlé þá þá er þetta í rauninni bara rómantík. Ég get tekið dæmi um að strákur sem sat fyrir framan okkur, hló mesta allan tíman fyrir hlé en sofnaði eftir hlé. Það sem mér fannst hvað asnalegast var að þessi mynd er gerð fyrir konur til þess að díla við klisjur, sambönd og “sannleikann” og koma þeim niður á jörðina en samt sem áður endar mikill hluti hennar klisjulega, þ.e. einhverjar af þessum konum eru “undantekningar”.
Þetta er frábær mynd í alla staði og alltaf mjög bjart yfir henni. Litirnir (fötin og bakgrunnurinn) eru mjög ljós tónaðir og slakandi og mikið um bleika, fjólubláa, bláa og rauða tóna til þess (að ég held) að skapa rómantísk undirlag. Það komu líka inn á milli viðtöl við fólk um samskipti sem lét myndina svolítið vera eins og heimildamynd um samskipti. Eitt flottasta atriðið fannst mér vera upphafsatriðið þar sem sýndar eru ýmiss konar konur frá öllum löndum að segja hvor annarri að “hann muni hringja”. Þetta er ein af þeim myndum sem maður getur ekki varist því að koma skælbrosandi og í glöðu skapi út af. Get ekki sagt að mér hafi fundist hún fræðandi (sem að bókin líklegast er, allavega er hún ein sú mest keypta af konum) en hún hafði fullkomið skemmtunargildi og hún var stútfull af góðum leikurum (m.a. Kris Kristofferson). Ég myndi mæla með henni fyrir alla sem hafa gaman af rómantískum gamanmyndum.
1 comment:
Ágæt færsla. 8 stig.
Post a Comment