Friday, January 23, 2009
Sólskinsdrengurinn
Ég var búin að heyra fyrir nokkru að Friðrik Þór væri með heimildamynd um einhverfu í býtum. En ég pældi ekkert í því og hélt að þetta yrði mynd sem maður sæi en myndi ekkert snerta mann. Mér gæti ekki hafa skjáltast meira. Þetta var ein af þeim myndum sem ég fór á með opið hugarfar og ekki háar kröfur. Ég held að sjaldan hafi ein mynd látið mig límast svona svakalega við skjáinn og algjörlega lifa mig inn í aðstæðurnar.
Þetta er mjög persónuleg heimildamynd um einhverfu. Ég vissi mjög lítið um einhverfu þegar ég fór á hana þannig hún var einnig mjög fræðandi. Ég hugsa að ef fjölskyldan, sérstaklega mamman hefðu ekki tekið þátt í gerð myndarinnar þá væri hún ekki næstum því jafn góð. Myndin í rauninni þvingaði mann til þess að díla við raunveruleikann. Einhverfa er sjúkdómur sem er miklu algengari en maður heldur og samkvæmt Friðriki Þór þá fer hlutfall fólks með einhverju hækkandi. Hvað veldur því er ekki vitað ekkert frekar en að læknar hafa ekki algjörlega uppgvötað hvað það sé sem triggar einhverfu í fólki. Friðrik Þór hefur sína eigin kenningu um það að neyslan á öllum þessum vörum sem koma til okkar í plasti og áli gæti hafst sín áhrif. Ég hef ekki hugmynd um hvort það gæti verið rétt eður ei. Svo virtist líka sem að læknarnir í myndinni hefðu allir sína skoðun.
Eftir því sem mér skildist þá einhverfa sjúkdómur sem herjar á taugakerfið, einhverskonar offjölgun tauga. Það var mjög áhugavert viðtölin við bæði einhverfa einstaklinga og einnig þeirra nánustu. Það er mjög sorglegt hvað það eru fáar lausnir fyrir fólk. Fæstir hafa möguleika að fá þá aðstoð sem þau þurfa. En þær lausnir sem voru í boði útí Ameríku voru góðar en hver og einn einstaklingur er einstakur og það henta ekki allar lausnir öllum. Viðtölin sem tekin voru við Temple voru sérstaklega fræðandi, að geta fylgst með henni tala og sjá hvernig hún tjáði sig. Hún var greinilega rosalega gáfuð en horfði aldrei í augun á Margréti eða beint í myndavélina. Ákafinn sem skein útúr orðunum hennar þegar hún talaði um einhverfu sýndi hvað það var henni mikið hjartans mál að einhverfa væri ekki eins bæld í samfélaginu eins og hún hefur alltaf verið. Allavega finnst mér frábært að einhverfa sé að koma fram, því að fólk á skilið að fá þau úrræði sem eru í boði, sama hver og hvar þau eru.
Ferð Margrétar til allra þessara sérfræðinga opnaði augun fyrir því að það eru mjög takmarkaðar lausnir fyrir einhverfa á Íslandi. Mér fannst frábært hjá henni að hafa samband við alla þessa einstaklinga. Þessi mynd verður vonandi til þess að opna augu fleira fólks heldur en bara mig, einhverra sem hafa úrræði til þess að hjálpa.
Það var greinilegt á heimsókn Friðriks Þórs hve einhverfa er honum hjartnæmt efni. Hann hefur greinilega lagt sig allan fram við gerð þessarar myndar. Hvernig hann talaði um fólkið sem hann tók viðtöl við og kynntist við gerð myndarinnar sýndi áhuga hans. Mér finnst þessi mynd vera frábært framtak til íslenskrar heimildarmyndargerðar. Þetta persónuleg mynd sem hélt manni algjörlega við efnið og hún skildi mikið eftir sig. Það er ekki annað hægt en að pæla í líkunum á einhverfu og hve margir hafa ekki verið greindir vegna þess hvernig kerfið er á Íslandi.
Mér fannst eitt fallegasta atriðið í myndinni þegar Keli svarar fyrst spurningunni hjá Sumu og þá sá maður að hann er ekki sveimhugi, það er virkilega manneskja þarna sem þarf að tjá sig eins og aðrir. Hann er bara með mikið virkari skynfæri heldur en flest allir aðrir.
Þetta er mynd sem flestir ættu að sjá og ég er búin að mæla með henni fyrir alla.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Flott færsla. 7 stig.
Ég er þér hjartanlega sammála í meginatriðum. Þetta er virkilega fín mynd, vel gerð og áhrifarík.
Post a Comment