Sunday, January 18, 2009

4 góðar myndir 2008

Ég mun fjalla hérna um þær myndir sem ég man eftir að hafa séð í fyrra og man eða veit að mér fannst skemmtilegar.


Batman: The Dark Knight

Gotham-borg stendur undir einni mestu ógn sinni, kominn er fram á sjónarsviðið nýr "master-mind" glæpamaður sem er kallaður The Joker. Strax í byrjun myndarinnar sést bankarán þar sem nokkrir menn eru að ræna banka og þeir eru allir með trúðagrímur. Fyrir þessu stendur Jókerinn en fær nafnið sitt af jóker spilunum sem hann skilur eftir á glæpavettvöngnum og síðan af trúðslegri andlistmálingu sem þekur örótt andlitið.
Myndin gerist sirka ári eftir Batman Begins. Batman hefur haldið áfram að verja borgina og að hjálpa lögreglunni að ná vondu köllunum. Ásamt lögreglustjóranum Gordon og nýja saksóknaranum Harvey Dent nær hann að fanga flesta krimma borgarinnar, en aðalgaurarnir sleppa með mútum (minnir mig) en þrátt fyrir minni glæpatíðni þurfa þeir að díla við Jókerinn sem virðist ráðast á fólk næstum án ástæðu. En síðan koma fram myndbönd frá Jókerinn þar sem hann segist vilja að Batman gefi fram sitt rétta sjálf. Bruce Wayne fer því að berjast við það innra með sér að gefa sig fram til þess að bjarga borginni og stoppa morð Jókersins á saklausum manneskjum. Þetta verður því barátta góðs og ills. Barátta milli Jókersins sem er sadisti og virðist ekki drepa af neinni ástæðu og hann virðist vera tákn verri tíma. Meðan að Batman er tákn góðra tíma og vonar, en það virðist sem fólk sé að missa traustið sem það hafði áður.

Ég hugsa að þetta hafi algjörlega verið besta myndin sem ég sá þetta árið. Hún var alveg rosalega vel gerð og útpæld. Frábærir leikarar í hverju horni. Þó svo að lát Heath Ledger hafi vissulega haft áhrif á vinsældir myndarinnar og goðsagnakenndan leik hans, þá var hann frábær í myndinni. Hann náði að gera Jókerinn algjörlega geðsjúkan og í næstum hvert skipti sem hann kom fram fékk ég gæsahúð og hrylling. Vegna þessa leiksigurs verður Christian Bale nokkuð undir, hann á að vera hetjan en maður vill eiginlega bara séð anti-hetjuna í hans stað. Mér fannst líka Morgan Freeman og Michael Caine frábærir í sínum hlutverkum sem og Aaron Eckhart.

Þessi mynd er nú kannski ekki beint Óskarverðlauna efni þó svo að hún eigi það alveg skilið. Heath Ledger mun líklegast vinna fyrir sitt hlutverk, vegna þess hvað hann var rosalega góður en það hann hafi látið lífið stuttu eftir mun líklegast spila svolítið hlutverk í því (sem er bara eðlilegt). Þetta verður líklegast ein af ódauðlegu myndunum sem allir sjá einhvern tímann.


Forgetting Sarah Marshall


Þessi mynd fjallar um Peter, sem er kvikmyndatónskáld en hann semu lög fyrir vinsælan glæpasagnaþátt (svipað og CSI) en aðalstjarnan í þeim þáttum er kærastan hans, Sarah Marshall. Hún segir honum upp á mjög eftir 5 ára samband og hann fer að sjá hana í slúðurblöðunum með skrítnum breskum tónlistarmanni, Aldous. Peter verður mjög þunglyndur og erfiður í skapinu en stjúpbróðir hans fær hann til þess að fara til Hawaii og slappa af. Hann er bjartsýnn á leiðinni en þegar hann er að tjékka sig inn á hótelið þá sér hann að Sarah og Aldous eru þar líka. Þunglyndið og ástarsorgin tekur sig upp aftur. En með aðstoð móttökustelpu hótelsins og annarra starfsmanna þess fer hann að lifna við aftur og líta glaðar á lífið þó svo að hann sé alltaf að rekast á Söruh og Aldous.

Þetta er frábær grínmynd sem skilur ekkert eftir sig nema bros á vör. Peter er mjög brjóstumkennanleg persóna sem mannir byrjar að þykja vænt um strax í byrjun. Hann virðist vera "stelpan" í sambandinu og tekur sambandslitunum samkvæmt því. Maður vill að honum líði betur og gangi betur og þegar það virðist fara að takast þá líður manni vel.

Eitt af mínum uppáhaldsatriðum er þegar hann þarf að syngja lag úr Drakúla söngleiknum sínum og syngur hann þá Sorgarkvæði Drakúla eða Dracula's lament. Maður býst við einhverju öðru en því sem kemur út. Ég hélt að þetta yrði bara fyndið lag en það var smá sorglegur tónn yfir því.
Hérna er linkur á það:
http://www.youtube.com/watch?v=sTQj1yEvlUY

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

Söngleikur byggður á sögunni um rakarann Benjamin Barker í leikstjórn Tim Burtons. Sagan gerist í London, en sirka 16 árum áður en myndin byrjar átti Benjamin fallega eiginkonu og nýfætt stúlkubarn og hann var hamingjusamur. En það var maður mjög öfundsamur út í Benjamin, Turpin dómari. Hann dæmir Benjamin sekan um glæp sem hann framdi ekki og sendir úr landi. Benjamin nær að snúa aftur til London sirka 16 árum seinna með hjálp ungs sjómanns, Anthonys. Benjamin hefur í útlegð sinni tekið upp nafnið Sweeney Todd. Við komuna til Londons fer han beint til Fleet Street, þar sem rakarastofan hans og heimili hafði verið. Þar er á neðri hæðinni bökusala Frú Lovett, verstu bökur í London. Hann spyr hana út í hvað hafi orðið um fyrri eigendur hússins. Hún segir honum frá því að þegar rakarinn hafi verið sendur í burtu, hafi rýkt mikil sorg en Turpin dómari hafi hjálpað mæðgunum mikið og þær á endanum flutt inn til hans. En stuttu seinna hafi konan misst vitið, verið lögð inn á geðsjúkrahús og látist þar. En dóttirin, Johanna er nú undir forsjá Turpins dómara. Benjamin/Sweeney fyllist af reiði og hefndarþörf. Hann setur aftur upp rakarastofu og tekur til blóðugra hefndaraðgerða á æðstu mönnum Londons þar til að hann komist að Turpin dómara.

Í þessari mynd eru vel valdir leikarar í hverju hlutverki. Johnny Depp leikur rakarann, merkilega vel þar sem hann er mjög dimm og þunglyndisleg persóna. Helena Bonam Carter leikur Frú Lovett og Alan Rickman Turpin dómara. En ungir og efnilegir leikarar eru í hlutverkum Anthonys og Johönnu, en Tim Burton gerir svolítið í því að blanda óreyndum og reyndum leikurum í myndum sínum.

Ég sá leikritið fyrir nokkrum árum sett upp í MA. Sagan er mjög dökk og sorgleg. Þannig er það einnig gert í myndinni, jafnvel þunglyndislegra. Allt er grátt og dökkt nema það sem er rautt og það virðist vera vond lykt yfir öllu. Þetta er alveg nett ógeðsleg mynd og mjög blóðug en frábær söngleikur. Stephen Sondheim samdi tónlistina (en hann samdi textanna í West Side Story). Það var aðallega tónlistin sem og leikurinn sem heillaði mig við þessa sorglegu mynd. Hún er mjög eftirminnanleg ekki s

Twilight

Eins síðasta myndin sem ég sá á árinu og með þeim betri. Myndin fjallar um Bellu sem flytur til pabba síns til þess að mamma hennar og stjúppabbi geti ferðast. Pabbi hennar býr í litlum bæ í Washington þar sem allir þekkja alla. Bella er ekkert stór hrifin af því að hafa flutt en umber það. Hún kemur inn á miðja önn í nýjann skóla þar sem hún þekkir engan. En þar sem hún er ný vekur hún mikla athygli og eignast ágætis vini um leið. Strax fyrsta daginn tekur hún eftir ótrúlega fallegum krökkum, sem kemur síðan ljós að eru öll fóstursystkini. Hún tekur þá sérstaklega eftir einum af strákunum, Edwardi. Hún dregst strax að honum en í fyrstu virðist sem hann sé að gera allt sem hann getur til þess að forðast hana. En síðar verða þau vinir og hún fer að komast að því að hann og fjölskylan hans eiga sér stórt leyndarmál. Þau eru öll vampírur. Eiga þau sér einhverja framtíð saman eða mun hann éta Bellu, er stóra spurningin í gegnum alla myndina.

Þessi mynd hefur verið og var ein sú vinsælasta í kvikmyndahúsum bæði vestanlands og hér á landi. Ég sá einnig að hún var vinsælust með stelpna/kvenna frá 12 - 30 ára. Rómantískar vampíru myndir hafa ávallt verið mjög vinsælar meðal kvenna. Hugsanlega gæti það verið vegna þess að margar konur hafa þann the bad boy complex þ.e. að vilja gera slæma manninn að góðum (samanber konum sem senda föngum ástarbréf). Það á kannski ekki við þessa mynd. Strákurinn sem leikur vampíruna Edward, Robert Pattison, er ekki beint slæma stráka týpan en hann er rosalega dularfullur og gerður þannig enn þá meira með litalisnum (tópas lituðum og svörtum til skiptis). Hann er alltaf með hálft bros öðru megin á andlitinu sem gefur í skyn mikið sjálfsöryggi. Hann er líka mjög fölur (reyndar eru allar vampírurnar mjög hvítar í framan og Bella er einnig látin vera mjög föl). Það er erfitt að útskýra hvað það er við Twilight sem gera hana svona góða. Þetta er bara vel útpæld mynd, stimplað fyrir ungar konur, með nett flóknum útskýringum og margt er skilið eftir í loftinu (og ekki útskýrt) sem veldur því að maður getur ekki beðið eftir næstu mynd.

Það sem mér fannst einna best við þessa mynd var að hún var gerð á mjög láu budgeti þannig að allt er mjög einfaldlega gert, þ.e. tækniatriðin en það virkar einhvern veginn. Ég las bókina eftir að hafa séð myndina og þá komst ég að því að eila allt sem kemur fram í myndinni kemur líka fram í bókinni. Framleiðendum myndarinnar hafa líka tekist að finna manneskjur sem henta vel til þess að leika persónurnar (eftir því hvernig þeim er lýst í bókinni). Í febrúar/mars verður byrjað að taka upp framhaldið, New Moon. En ég hugsa að sú mynd muni ekki vera eins vinsæl. Í seinni bókinni kemur Edward mjög lítið fram og ég las í einhverju blaði að aðdáendur myndarinnar (sem fíla ekki bækurnar) vilja breyta söguþræðinum til þess að Edward verði meira í mynd. Persónulega finnst mér önnur bókin miklu betri og vill þar af leiðandi ekki breyttan söguþráð.

Fleiri góðar myndir 2008
Hancock
The Chronicles of Narnia: Prince Caspian
Yes Men

No comments: