Myndin sem er frá 1946 fjallar um Aliciu Huberman, dóttur nasista njósnara. Eftir að faðir hennar er dæmdur í fangelsi vill hún eignast sitt eigið líf án þess að vera þekkt sem dóttir hans. En hún snýr sér mjög mikið að áfengi. Maður að nafni Devlin nálgast hana og segir að leyniþjónustan þurfi aðstoð hennar til þess að komast innan í hóp nasista (og segja þeim frá því sem þar fer fram) sem hafa komið sér fyrir í Brasilíu eftir seinni heimstyrjöldina. Hún fer með Devlin til Rio de Janeiro til þess að þjálfa sig upp fyrir verkefnið, hættir að drekka eins mikið og hún gerði og verður ástfangin af Devlin í leiðinni. Tilfinningar hennar virðast vera endurgoldnar en kannski ekki alveg eins mikið. Hinn rósrauðri heimur sem þau bæði hafa verið í, dökknar þegar Devlin fær að vita hvað verkefni Aliciu felur í rauninni í sér. Honum er skipað að sannfæra hana um að tæla Alex Sebastian, nasista, vin föður hennar og hluta af nasista hópnum í Brasilíu. Hún á að finna út hvað þeir eru að plana og hvað þeir eru að gera. Þegar yfirmenn Devlins segja honum frá þessu, fer hann í vörn hennar vegna og finnst að þetta sé ekki góð hugmynd en lendir á vegg. Þeir segja að vegna fortíðar hennar (sem virðist í þeirra huga vera bara menn og áfengi). En þegar hann segir Aliciu frá verkefninu hennar er hann kaldur og tilfinningalaus því að hann vill að hún geri upp hug sinn sjálf en ekki með áhrifum frá sér. Hún reynir að fá fram einhverjar tilfinningar/skoðanir frá honum en hann gefur ekkert upp. Þá fær hún sér vínglas (turning point fyrir samband þeirra) og samþykir ráðahaginn og verkefnið. Hún kynnist Alex Sebastian og giftist honum að lokum. Hún njósnar um hann og vini hans og reportar til leyniþjónustunnar. Það verður sífellt erfiðara fyrir Devlin að vita að henni í félagskaps nasistanna og sérstaklega þegar það virðist sem hún sé í mikilli hættu.
Þar sem þetta er myndin sem Film Directing Fundementals vitnar mikið í, þá var ekki annað hægt en að horfa á hana. Þetta er rosalega góð mynd og skiljanlegt að hún sé notuð í kennslubók. Allt er rosalega vel úthugsað og gert. Mér fannst til dæmis atriðið á veðreiðunum ótrúlega flott miðað við hvenær myndin er gefin út. Þegar Alicia lýtur út um kíkinn og maður sér hestanna speglast í þeim þegar hlaupa fram hjá, frábært atriði. Tónlistin og klippingin eru líka mjög góð og spila saman vel. Undirbúningur fyrir spennandi atriðin byrjaði snemma og spiluðu bæði þá mjög mikilvægt hlutverk.
Það eina sem mér fannst ekki eins gott við myndina var hvað hún var langdregin, allt tók svo langan tíma að gerast en samt sem áður þegar það gerðist þá var það biðinnar virði. Til dæmis þegar Alicia verður "veik" og Devlin kemur að lokum að bjarga henni. Það líður langur tími þar sem lítið gerist sem skiptir máli.
Ég ákvað að skoða aðeins á netinu um myndina og fann út tengingu frá Notrious til íslenskrar myndar. Í myndinni Fíaskó frá 2000, þar er persóna að nafni Helga sem útskýrir að bolurinn sem hún er í, hafi verið notaður af Ingrid Bergman í Notorious.
Síðan fann ég líka út að þessir stuttu fram og til baka kossar milli Gary Grant og Ingridar Bergman hafi verið vegna þess að á þessum tíma voru reglur um lengdir kossa á sekúndu.
Í þessari mynd líkt og í Casablanca skapaði hæð Ingridar smá vandræði, Claude Raines sá sem lék Alex Sebastian var látin standa á kassa til þess að bæði hann og Gary Grant myndu virðast hærri en hún en Gary Grant var í raun mikið hærri en hann. Ég reyndar tók eftir í sumum atriðum þegar Ingrid og Raines löbbuðu saman þá var hún aðeins hærri. Mér finnst persónulega hæð Ingridar vera hluti af því sem gerir hana sérstaka. Hún var samt í rauninni ekkert rosalega stór, 175 en myndrænt séð þá er það víst betra ef karlkyns meðleikendur eru aðeins hærri til þess að sýna fram á karlmennsku þeirra.
1 comment:
Flott færsla. 7 stig.
Post a Comment