Sunday, January 25, 2009

Man Bites Dog


eða C'est arrivé près de chez vous

Belgísk leikin heimildamynd sem fylgir eftir raðmorðingja í morðunum sínum. Myndin fylgir honum eftir í nokkuð langan tíma. Það er komið inn á líf hans og ef ekki væri fyrir atriðin sem sýna hann drepa fólk þá myndi þetta bara virðast vera mynd um listunnenda. Allar hliðar lífs hans eru sýndar, þegar hann er með fjölskyldu og vinum. Hann virðist í fyrstu vera algjörlega sane náungi og heillandi, sem bara drepur fólk að atvinnu, en þegar líður á myndina virðist hann verða geðsjúkari og geðsjúkari. Hann er í góðu sambandi við mömmu sína og spjallar um ýmislegt sem getur komið fyrir í samtölum; list, arkítektúr eða heimspeki.

Hann útskýrir líka hvernig fólk er best að drepa, það sé eldra fólk. Þau geti fengið hjartáfall og þannig sparað honum byssukúlu. Hann segir líka kvikmyndatökumönnum frá því hvernig er að drepa margskonar fólks og útskýrir hvernig best er að drepa hvern og einn, oft í leiðinni og hann gerir það. Hann er líka með sérstaka hrifningu á póstmönnum og byrjar hvern mánuð á því að drepa einn. Þegar hann nær ekki strax að drepa einn þá fer hann að afsaka sig (virðist vera svolítill fullkomnunnarsinni).

Tæknimennirnir og kvikmyndatökumennirnar fara síðan að taka meira þátt í "vinnu" morðingjans. Hann dregur þá inn í heim sinn og lætur þá í rauninni fara að taka þátt í morðunum með sér. Þeim fara að lítast ekki á blikuna og hugsa sig um hvort þetta sé í rauninni eins góð hugmynd og hún virtist í fyrstu.
Sem betur fer er þetta tilbúningur og ég vil ekki vita hvort að eitthvað að þessu er byggt á sönnum atburðum. Þetta var líka örugglega ein ógeðslegasta mynd sem ég hef séð og þegar hún kláraðist þá var mé flökurt að ógeðistilfinningu yfir því sem ég hafði séð. Hún var samt furðulega góð þrátt fyrir hvað mér fannst hún viðbjóðsleg. Að vera svona þvingaður inn í heim morðingja og líf hans. Mér leið eiginlega bara illa fyrir hans hönd þegar hann lendir í nokkurs konar stríði við annan morðingja og allt fer að verða persónulegt. Þegar endirinn kom var ég mjög fegin og get eila ekki sagt að ég vilji sjá þessa mynd aftur.

1 comment: