Monday, January 26, 2009

4 ekki eins góðar myndir 2008

Seinni hlutinn um myndir sem ég sá í bíó 2008 (fyrri er aðeins neðar). Vanalega er ég nokkuð jákvæð gagnvart myndum eða reyni að finna eitthvað sem mér finnst áhugavert og tekst þaðí flestum tilfellum en það voru samt myndir sem þóttu ekki góðar eða stóðust ekki væntingar sem ég hafði.

James Bond: Quantum of Solace

Þar sem Casino Royale var svöna hörku góð Bond mynd bjóst ég við að þessi mundi verða nokkuð góð, kannski ekki jafn góð en samt sem áður. En hún stóð sko langt frá því undir væntingum.

Þessi byrjar strax á eftir þeirri fyrri. James Bond er búin að missa ástina sína Vespu, sem var ekki sú sem að hann hélt að hún væri. Hann fer því í gegnum sorgarferli þar sem hann er mjög hefnir sín fyrir dauða hennar. Eftir að upp kemst að lífvörður er svikari, trackar hann niður stóran glæpahring umhverfissinna sem ætlar að nýta sér auðlyndir fátæks lands. Með aðstoð löggunnar Mathis og Camille (sem er á sinni eigin hefndarför eftir einum vonda kallinum) fer hann um reynandi að uppræta þennan glæpahring og hefna dauða Vespu. M virðist vera að missa trú á honum, þar sem hann fer um og virðist drepa án þess að hugsa um afleiðingarinnar.
Myndin sýnir togstreituna sem fer í gegnum Bond, að fara eftir yfirmanninum eða drepa til þess að deyfa sársaukann.

Það er í raun og veru ekkert að þessari mynd. Hún virðist vera gerð bara með spennu í huga og söguþráðurinn geldur fyrir það. Annað hvert atriði var þegar Bond var að slást eða drepa. Endalaust af bardagaatriðum sem höfðu eiginlega engan forgrunnn. Þeir sem hann drap voru varla kynntir til sögunnar. Nú hugsa ég að líklegast hafi það verið vegna sorgarinnar sem hann er að ganga í gegnum en á meðan ég var á myndinni var mér ekki skemmt. Mér fannst líka eins og aukapersónurnar skiptu engu máli, þær komu, fóru, dóu en voru lítið sem ekkert í mynd. Þessi mynd hefði hugsanlega verið meiri skemmtun ef Casino Royale hefði ekki verið svona rosalega góð og spennandi allan tímann, með alvöru söguþræði en ekki bardagatriðum.


Sex and The City

Myndin gerist fáum árum eftir að þættirnir enda. Allar fjórar vinkonurnar eru orðnar ráðsettar, en misjafnlega hamingjusamar. Carrie er trúlofuð Mr.Big og brúðkaupið er í nánd. Þau eru flutt saman í risa stóra New York íbúð og allt virðist fullkomið. Samantha finnst fast samband svolítið erfiðara en hún hélt og á erfitt með að halda ekki framhjá. Charlotte á ættleidda stúlku en langar í sitt eigið barn. Og Miranda er mjög óhamingjusöm og Steve viðurkennir að hafa haldið framhjá henni einu sinni. Hún segir þá Mr. Big í reiðskasti að gifta sig ekki. Það kemur af stað mjög dramatískri atburðarrás sem endist alla myndina.

Eins og þessi lýsing þá er myndin mjög einföld en samt mjög löng. Þessi mynd var búin að vera mjög löng í bígerðum og aðdáendur þáttana beðið lengi og með miklar væntingar. Ég fylgdist ekkert rosalega mikið með þáttunum nema í veikindum. Þar sem þættirnir eru nokkuð góðir bjóst ég við að myndin væri eitthvað í líkingu við þá. En myndin er í raun eins og of langur, væminn þáttur. Mér fannst hún rosalega langdregin og fyrirsjáanleg. Eftir margar seríur þá vill maður alveg sjá "happy ending" en allt var of sykrað og frábært. Í staðinn hefði verið sniðugra að gera endinn opnari fyrir allar persónur, þannig að áhorfendur gætu myndað sér sína eigin skoðun.

Beowulf 3-D

Gerð eftir kviðu sem var samin á forn-ensku, hún gerist í Danmörku og segir frá stríðsmanni Gauta, Bjólfi sem hjálpar hinum Danska konungi (Hrothgar) að sigrast á hræðilega skrímslinu Grendel. Grendel þessi er óskilgreinanlegt skrímsli sem hryllir íbúanna í hátíðarhöldunum sínum. Hrothgar konungur býður verðlaun þeim sem drepur skrímslið, gullbikar ("old relic"). Bjólfur nær að drepa skrímslið með nokkrum erfiðismunum og hlýtur að launum bikarinn. En þegar hann snýr aftur að kofanum sínum eru allir menn hans látnir. Hrothgar segir þetta vera verk móður Grendils sem hyggi á hefndir. Bjólfur fer því að leitar hennar með bikarinn (til þess að láta hana fá skaðabætur, en þetta er í rauninni álagabikar). Hún gerir honum tilboð, tælir hann og fær hann til þess að láta sig fá bikarinn. Bjólfur verður ósigrandi og ríkur konungur en mörgum árum seinna fær hann þennan samning aftur í bakið á sér.

Þetta er alveg rosalega flott kviða og myndin er alveg frekar vel gerð útlitslega séð. Allt er tölvuteiknað, meira að segja leikararnir. Það er þar sem mitt álit lækkaði, mér finnst hérna (líkt og í Journey to the center of the Earth 3D) að of mikið sé gert út á þrívíddina en minna lagt upp úr atriðum og umhverfi. Það er voða flott að sjá glóandi kol koma á móti sér, en þegar það kemur fram aftur og aftur og án sýnilegrar ástæðu þá fer þetta að þreytast. Leikararnir eru líka rosalega tölvuteiknaðir og það er mjög sýnilegt, þau fá mjög óraunverulegan blæ yfir sig, ekki beint ævintýralegan (sem hefði verið í lagi) heldur meira eins og þau séu algjörlega teiknuð.

En það sem mér fannst flottast var að Crispin Glover, sem lék Grendel talaði forn-ensku alla myndina og það kom rosalega sterkt á móti því sem mér fannst ekki jafn jákvætt í myndinni.


Love Wrecked


Það er nú lítið hægt að skrifa um þessa mynd, en hún var bara án mjög fás jákvæðs. Eiginlega bara hræðilegasta stelpu mynd sem ég hef horft á (og ég hef horft á nokkrar mjög slæmar).
Í stuttu máli fjallar hún um stelpu sem er með rock 'n' roll stjörnu algjörlega á heilanum eins og margar aðrar stelpur í kringum hana. Hún fær vinnu á hóteli í Karabíska hafinu og viti menn rokkstjarnan verður akkúrat á því hóteli. Eftir að þau detta útaf skipi í smá óveðri, lenda þau saman á því sem þau halda að sé eyðieyja. En eftir að skoða sig smá um, fattar hún að þau séu ennþá eyjunni þar sem hótelið er. Hún lætur hann samt ekki vita og hann heldur að þau séu föst saman þarna. Hún sér sig sem sagt færi á að gera hann ástfanginn af sér með því að vera í extreme aðstæðum. En málið flækist þegar önnur stelpa fattar þetta og þykist líka stranda á "eyðieyjunni".

Söguþráðurinn ætti að vera nóg til þess að reka fólk í burtu en leikurinn er það líka. Amanda Bynes sem leikur aðalhlutverkið hefur ekki verið að gera neitt svakalega hluti en samt ágæta seinustu ár. En í þessari mynd er hún hræðileg og gæti það hugsanlega vera útaf persónunni, ástjúk unglingstúlka. Ég man mjög takmarkað eftir þessari mynd og veit ekki hvernig ég sat út hana alla.

Aðrar myndir sem ég mæli ekki beint með, sem ég sá 2008:
Superhero Movie
Meet the Spartans

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 9 stig.

Getur verið gaman að lesa um þennan pól á kvikmyndaárinu (a.m.k. örugglega skemmtilegra en að horfa á myndirnar). Sjálfur hef ég bara séð Quantum of Solace af þessum, og er í meginatriðum sammála um hana...