Wednesday, January 28, 2009

Notorious


Myndin sem er frá 1946 fjallar um Aliciu Huberman, dóttur nasista njósnara. Eftir að faðir hennar er dæmdur í fangelsi vill hún eignast sitt eigið líf án þess að vera þekkt sem dóttir hans. En hún snýr sér mjög mikið að áfengi. Maður að nafni Devlin nálgast hana og segir að leyniþjónustan þurfi aðstoð hennar til þess að komast innan í hóp nasista (og segja þeim frá því sem þar fer fram) sem hafa komið sér fyrir í Brasilíu eftir seinni heimstyrjöldina. Hún fer með Devlin til Rio de Janeiro til þess að þjálfa sig upp fyrir verkefnið, hættir að drekka eins mikið og hún gerði og verður ástfangin af Devlin í leiðinni. Tilfinningar hennar virðast vera endurgoldnar en kannski ekki alveg eins mikið. Hinn rósrauðri heimur sem þau bæði hafa verið í, dökknar þegar Devlin fær að vita hvað verkefni Aliciu felur í rauninni í sér. Honum er skipað að sannfæra hana um að tæla Alex Sebastian, nasista, vin föður hennar og hluta af nasista hópnum í Brasilíu. Hún á að finna út hvað þeir eru að plana og hvað þeir eru að gera. Þegar yfirmenn Devlins segja honum frá þessu, fer hann í vörn hennar vegna og finnst að þetta sé ekki góð hugmynd en lendir á vegg. Þeir segja að vegna fortíðar hennar (sem virðist í þeirra huga vera bara menn og áfengi). En þegar hann segir Aliciu frá verkefninu hennar er hann kaldur og tilfinningalaus því að hann vill að hún geri upp hug sinn sjálf en ekki með áhrifum frá sér. Hún reynir að fá fram einhverjar tilfinningar/skoðanir frá honum en hann gefur ekkert upp. Þá fær hún sér vínglas (turning point fyrir samband þeirra) og samþykir ráðahaginn og verkefnið. Hún kynnist Alex Sebastian og giftist honum að lokum. Hún njósnar um hann og vini hans og reportar til leyniþjónustunnar. Það verður sífellt erfiðara fyrir Devlin að vita að henni í félagskaps nasistanna og sérstaklega þegar það virðist sem hún sé í mikilli hættu.

Þar sem þetta er myndin sem Film Directing Fundementals vitnar mikið í, þá var ekki annað hægt en að horfa á hana. Þetta er rosalega góð mynd og skiljanlegt að hún sé notuð í kennslubók. Allt er rosalega vel úthugsað og gert. Mér fannst til dæmis atriðið á veðreiðunum ótrúlega flott miðað við hvenær myndin er gefin út. Þegar Alicia lýtur út um kíkinn og maður sér hestanna speglast í þeim þegar hlaupa fram hjá, frábært atriði. Tónlistin og klippingin eru líka mjög góð og spila saman vel. Undirbúningur fyrir spennandi atriðin byrjaði snemma og spiluðu bæði þá mjög mikilvægt hlutverk.
Það eina sem mér fannst ekki eins gott við myndina var hvað hún var langdregin, allt tók svo langan tíma að gerast en samt sem áður þegar það gerðist þá var það biðinnar virði. Til dæmis þegar Alicia verður "veik" og Devlin kemur að lokum að bjarga henni. Það líður langur tími þar sem lítið gerist sem skiptir máli.
Justify Full
Ég ákvað að skoða aðeins á netinu um myndina og fann út tengingu frá Notrious til íslenskrar myndar. Í myndinni Fíaskó frá 2000, þar er persóna að nafni Helga sem útskýrir að bolurinn sem hún er í, hafi verið notaður af Ingrid Bergman í Notorious.

Síðan fann ég líka út að þessir stuttu fram og til baka kossar milli Gary Grant og Ingridar Bergman hafi verið vegna þess að á þessum tíma voru reglur um lengdir kossa á sekúndu.

Í þessari mynd líkt og í Casablanca skapaði hæð Ingridar smá vandræði, Claude Raines sá sem lék Alex Sebastian var látin standa á kassa til þess að bæði hann og Gary Grant myndu virðast hærri en hún en Gary Grant var í raun mikið hærri en hann. Ég reyndar tók eftir í sumum atriðum þegar Ingrid og Raines löbbuðu saman þá var hún aðeins hærri. Mér finnst persónulega hæð Ingridar vera hluti af því sem gerir hana sérstaka. Hún var samt í rauninni ekkert rosalega stór, 175 en myndrænt séð þá er það víst betra ef karlkyns meðleikendur eru aðeins hærri til þess að sýna fram á karlmennsku þeirra.

Monday, January 26, 2009

4 ekki eins góðar myndir 2008

Seinni hlutinn um myndir sem ég sá í bíó 2008 (fyrri er aðeins neðar). Vanalega er ég nokkuð jákvæð gagnvart myndum eða reyni að finna eitthvað sem mér finnst áhugavert og tekst þaðí flestum tilfellum en það voru samt myndir sem þóttu ekki góðar eða stóðust ekki væntingar sem ég hafði.

James Bond: Quantum of Solace

Þar sem Casino Royale var svöna hörku góð Bond mynd bjóst ég við að þessi mundi verða nokkuð góð, kannski ekki jafn góð en samt sem áður. En hún stóð sko langt frá því undir væntingum.

Þessi byrjar strax á eftir þeirri fyrri. James Bond er búin að missa ástina sína Vespu, sem var ekki sú sem að hann hélt að hún væri. Hann fer því í gegnum sorgarferli þar sem hann er mjög hefnir sín fyrir dauða hennar. Eftir að upp kemst að lífvörður er svikari, trackar hann niður stóran glæpahring umhverfissinna sem ætlar að nýta sér auðlyndir fátæks lands. Með aðstoð löggunnar Mathis og Camille (sem er á sinni eigin hefndarför eftir einum vonda kallinum) fer hann um reynandi að uppræta þennan glæpahring og hefna dauða Vespu. M virðist vera að missa trú á honum, þar sem hann fer um og virðist drepa án þess að hugsa um afleiðingarinnar.
Myndin sýnir togstreituna sem fer í gegnum Bond, að fara eftir yfirmanninum eða drepa til þess að deyfa sársaukann.

Það er í raun og veru ekkert að þessari mynd. Hún virðist vera gerð bara með spennu í huga og söguþráðurinn geldur fyrir það. Annað hvert atriði var þegar Bond var að slást eða drepa. Endalaust af bardagaatriðum sem höfðu eiginlega engan forgrunnn. Þeir sem hann drap voru varla kynntir til sögunnar. Nú hugsa ég að líklegast hafi það verið vegna sorgarinnar sem hann er að ganga í gegnum en á meðan ég var á myndinni var mér ekki skemmt. Mér fannst líka eins og aukapersónurnar skiptu engu máli, þær komu, fóru, dóu en voru lítið sem ekkert í mynd. Þessi mynd hefði hugsanlega verið meiri skemmtun ef Casino Royale hefði ekki verið svona rosalega góð og spennandi allan tímann, með alvöru söguþræði en ekki bardagatriðum.


Sex and The City

Myndin gerist fáum árum eftir að þættirnir enda. Allar fjórar vinkonurnar eru orðnar ráðsettar, en misjafnlega hamingjusamar. Carrie er trúlofuð Mr.Big og brúðkaupið er í nánd. Þau eru flutt saman í risa stóra New York íbúð og allt virðist fullkomið. Samantha finnst fast samband svolítið erfiðara en hún hélt og á erfitt með að halda ekki framhjá. Charlotte á ættleidda stúlku en langar í sitt eigið barn. Og Miranda er mjög óhamingjusöm og Steve viðurkennir að hafa haldið framhjá henni einu sinni. Hún segir þá Mr. Big í reiðskasti að gifta sig ekki. Það kemur af stað mjög dramatískri atburðarrás sem endist alla myndina.

Eins og þessi lýsing þá er myndin mjög einföld en samt mjög löng. Þessi mynd var búin að vera mjög löng í bígerðum og aðdáendur þáttana beðið lengi og með miklar væntingar. Ég fylgdist ekkert rosalega mikið með þáttunum nema í veikindum. Þar sem þættirnir eru nokkuð góðir bjóst ég við að myndin væri eitthvað í líkingu við þá. En myndin er í raun eins og of langur, væminn þáttur. Mér fannst hún rosalega langdregin og fyrirsjáanleg. Eftir margar seríur þá vill maður alveg sjá "happy ending" en allt var of sykrað og frábært. Í staðinn hefði verið sniðugra að gera endinn opnari fyrir allar persónur, þannig að áhorfendur gætu myndað sér sína eigin skoðun.

Beowulf 3-D

Gerð eftir kviðu sem var samin á forn-ensku, hún gerist í Danmörku og segir frá stríðsmanni Gauta, Bjólfi sem hjálpar hinum Danska konungi (Hrothgar) að sigrast á hræðilega skrímslinu Grendel. Grendel þessi er óskilgreinanlegt skrímsli sem hryllir íbúanna í hátíðarhöldunum sínum. Hrothgar konungur býður verðlaun þeim sem drepur skrímslið, gullbikar ("old relic"). Bjólfur nær að drepa skrímslið með nokkrum erfiðismunum og hlýtur að launum bikarinn. En þegar hann snýr aftur að kofanum sínum eru allir menn hans látnir. Hrothgar segir þetta vera verk móður Grendils sem hyggi á hefndir. Bjólfur fer því að leitar hennar með bikarinn (til þess að láta hana fá skaðabætur, en þetta er í rauninni álagabikar). Hún gerir honum tilboð, tælir hann og fær hann til þess að láta sig fá bikarinn. Bjólfur verður ósigrandi og ríkur konungur en mörgum árum seinna fær hann þennan samning aftur í bakið á sér.

Þetta er alveg rosalega flott kviða og myndin er alveg frekar vel gerð útlitslega séð. Allt er tölvuteiknað, meira að segja leikararnir. Það er þar sem mitt álit lækkaði, mér finnst hérna (líkt og í Journey to the center of the Earth 3D) að of mikið sé gert út á þrívíddina en minna lagt upp úr atriðum og umhverfi. Það er voða flott að sjá glóandi kol koma á móti sér, en þegar það kemur fram aftur og aftur og án sýnilegrar ástæðu þá fer þetta að þreytast. Leikararnir eru líka rosalega tölvuteiknaðir og það er mjög sýnilegt, þau fá mjög óraunverulegan blæ yfir sig, ekki beint ævintýralegan (sem hefði verið í lagi) heldur meira eins og þau séu algjörlega teiknuð.

En það sem mér fannst flottast var að Crispin Glover, sem lék Grendel talaði forn-ensku alla myndina og það kom rosalega sterkt á móti því sem mér fannst ekki jafn jákvætt í myndinni.


Love Wrecked


Það er nú lítið hægt að skrifa um þessa mynd, en hún var bara án mjög fás jákvæðs. Eiginlega bara hræðilegasta stelpu mynd sem ég hef horft á (og ég hef horft á nokkrar mjög slæmar).
Í stuttu máli fjallar hún um stelpu sem er með rock 'n' roll stjörnu algjörlega á heilanum eins og margar aðrar stelpur í kringum hana. Hún fær vinnu á hóteli í Karabíska hafinu og viti menn rokkstjarnan verður akkúrat á því hóteli. Eftir að þau detta útaf skipi í smá óveðri, lenda þau saman á því sem þau halda að sé eyðieyja. En eftir að skoða sig smá um, fattar hún að þau séu ennþá eyjunni þar sem hótelið er. Hún lætur hann samt ekki vita og hann heldur að þau séu föst saman þarna. Hún sér sig sem sagt færi á að gera hann ástfanginn af sér með því að vera í extreme aðstæðum. En málið flækist þegar önnur stelpa fattar þetta og þykist líka stranda á "eyðieyjunni".

Söguþráðurinn ætti að vera nóg til þess að reka fólk í burtu en leikurinn er það líka. Amanda Bynes sem leikur aðalhlutverkið hefur ekki verið að gera neitt svakalega hluti en samt ágæta seinustu ár. En í þessari mynd er hún hræðileg og gæti það hugsanlega vera útaf persónunni, ástjúk unglingstúlka. Ég man mjög takmarkað eftir þessari mynd og veit ekki hvernig ég sat út hana alla.

Aðrar myndir sem ég mæli ekki beint með, sem ég sá 2008:
Superhero Movie
Meet the Spartans

Sunday, January 25, 2009

Man Bites Dog


eða C'est arrivé près de chez vous

Belgísk leikin heimildamynd sem fylgir eftir raðmorðingja í morðunum sínum. Myndin fylgir honum eftir í nokkuð langan tíma. Það er komið inn á líf hans og ef ekki væri fyrir atriðin sem sýna hann drepa fólk þá myndi þetta bara virðast vera mynd um listunnenda. Allar hliðar lífs hans eru sýndar, þegar hann er með fjölskyldu og vinum. Hann virðist í fyrstu vera algjörlega sane náungi og heillandi, sem bara drepur fólk að atvinnu, en þegar líður á myndina virðist hann verða geðsjúkari og geðsjúkari. Hann er í góðu sambandi við mömmu sína og spjallar um ýmislegt sem getur komið fyrir í samtölum; list, arkítektúr eða heimspeki.

Hann útskýrir líka hvernig fólk er best að drepa, það sé eldra fólk. Þau geti fengið hjartáfall og þannig sparað honum byssukúlu. Hann segir líka kvikmyndatökumönnum frá því hvernig er að drepa margskonar fólks og útskýrir hvernig best er að drepa hvern og einn, oft í leiðinni og hann gerir það. Hann er líka með sérstaka hrifningu á póstmönnum og byrjar hvern mánuð á því að drepa einn. Þegar hann nær ekki strax að drepa einn þá fer hann að afsaka sig (virðist vera svolítill fullkomnunnarsinni).

Tæknimennirnir og kvikmyndatökumennirnar fara síðan að taka meira þátt í "vinnu" morðingjans. Hann dregur þá inn í heim sinn og lætur þá í rauninni fara að taka þátt í morðunum með sér. Þeim fara að lítast ekki á blikuna og hugsa sig um hvort þetta sé í rauninni eins góð hugmynd og hún virtist í fyrstu.
Sem betur fer er þetta tilbúningur og ég vil ekki vita hvort að eitthvað að þessu er byggt á sönnum atburðum. Þetta var líka örugglega ein ógeðslegasta mynd sem ég hef séð og þegar hún kláraðist þá var mé flökurt að ógeðistilfinningu yfir því sem ég hafði séð. Hún var samt furðulega góð þrátt fyrir hvað mér fannst hún viðbjóðsleg. Að vera svona þvingaður inn í heim morðingja og líf hans. Mér leið eiginlega bara illa fyrir hans hönd þegar hann lendir í nokkurs konar stríði við annan morðingja og allt fer að verða persónulegt. Þegar endirinn kom var ég mjög fegin og get eila ekki sagt að ég vilji sjá þessa mynd aftur.

Friday, January 23, 2009

Sólskinsdrengurinn


Ég var búin að heyra fyrir nokkru að Friðrik Þór væri með heimildamynd um einhverfu í býtum. En ég pældi ekkert í því og hélt að þetta yrði mynd sem maður sæi en myndi ekkert snerta mann. Mér gæti ekki hafa skjáltast meira. Þetta var ein af þeim myndum sem ég fór á með opið hugarfar og ekki háar kröfur. Ég held að sjaldan hafi ein mynd látið mig límast svona svakalega við skjáinn og algjörlega lifa mig inn í aðstæðurnar.

Þetta er mjög persónuleg heimildamynd um einhverfu. Ég vissi mjög lítið um einhverfu þegar ég fór á hana þannig hún var einnig mjög fræðandi. Ég hugsa að ef fjölskyldan, sérstaklega mamman hefðu ekki tekið þátt í gerð myndarinnar þá væri hún ekki næstum því jafn góð. Myndin í rauninni þvingaði mann til þess að díla við raunveruleikann. Einhverfa er sjúkdómur sem er miklu algengari en maður heldur og samkvæmt Friðriki Þór þá fer hlutfall fólks með einhverju hækkandi. Hvað veldur því er ekki vitað ekkert frekar en að læknar hafa ekki algjörlega uppgvötað hvað það sé sem triggar einhverfu í fólki. Friðrik Þór hefur sína eigin kenningu um það að neyslan á öllum þessum vörum sem koma til okkar í plasti og áli gæti hafst sín áhrif. Ég hef ekki hugmynd um hvort það gæti verið rétt eður ei. Svo virtist líka sem að læknarnir í myndinni hefðu allir sína skoðun.

Eftir því sem mér skildist þá einhverfa sjúkdómur sem herjar á taugakerfið, einhverskonar offjölgun tauga. Það var mjög áhugavert viðtölin við bæði einhverfa einstaklinga og einnig þeirra nánustu. Það er mjög sorglegt hvað það eru fáar lausnir fyrir fólk. Fæstir hafa möguleika að fá þá aðstoð sem þau þurfa. En þær lausnir sem voru í boði útí Ameríku voru góðar en hver og einn einstaklingur er einstakur og það henta ekki allar lausnir öllum. Viðtölin sem tekin voru við Temple voru sérstaklega fræðandi, að geta fylgst með henni tala og sjá hvernig hún tjáði sig. Hún var greinilega rosalega gáfuð en horfði aldrei í augun á Margréti eða beint í myndavélina. Ákafinn sem skein útúr orðunum hennar þegar hún talaði um einhverfu sýndi hvað það var henni mikið hjartans mál að einhverfa væri ekki eins bæld í samfélaginu eins og hún hefur alltaf verið. Allavega finnst mér frábært að einhverfa sé að koma fram, því að fólk á skilið að fá þau úrræði sem eru í boði, sama hver og hvar þau eru.

Ferð Margrétar til allra þessara sérfræðinga opnaði augun fyrir því að það eru mjög takmarkaðar lausnir fyrir einhverfa á Íslandi. Mér fannst frábært hjá henni að hafa samband við alla þessa einstaklinga. Þessi mynd verður vonandi til þess að opna augu fleira fólks heldur en bara mig, einhverra sem hafa úrræði til þess að hjálpa.

Það var greinilegt á heimsókn Friðriks Þórs hve einhverfa er honum hjartnæmt efni. Hann hefur greinilega lagt sig allan fram við gerð þessarar myndar. Hvernig hann talaði um fólkið sem hann tók viðtöl við og kynntist við gerð myndarinnar sýndi áhuga hans. Mér finnst þessi mynd vera frábært framtak til íslenskrar heimildarmyndargerðar. Þetta persónuleg mynd sem hélt manni algjörlega við efnið og hún skildi mikið eftir sig. Það er ekki annað hægt en að pæla í líkunum á einhverfu og hve margir hafa ekki verið greindir vegna þess hvernig kerfið er á Íslandi.
Mér fannst eitt fallegasta atriðið í myndinni þegar Keli svarar fyrst spurningunni hjá Sumu og þá sá maður að hann er ekki sveimhugi, það er virkilega manneskja þarna sem þarf að tjá sig eins og aðrir. Hann er bara með mikið virkari skynfæri heldur en flest allir aðrir.
Þetta er mynd sem flestir ættu að sjá og ég er búin að mæla með henni fyrir alla.

Sunday, January 18, 2009

4 góðar myndir 2008

Ég mun fjalla hérna um þær myndir sem ég man eftir að hafa séð í fyrra og man eða veit að mér fannst skemmtilegar.


Batman: The Dark Knight

Gotham-borg stendur undir einni mestu ógn sinni, kominn er fram á sjónarsviðið nýr "master-mind" glæpamaður sem er kallaður The Joker. Strax í byrjun myndarinnar sést bankarán þar sem nokkrir menn eru að ræna banka og þeir eru allir með trúðagrímur. Fyrir þessu stendur Jókerinn en fær nafnið sitt af jóker spilunum sem hann skilur eftir á glæpavettvöngnum og síðan af trúðslegri andlistmálingu sem þekur örótt andlitið.
Myndin gerist sirka ári eftir Batman Begins. Batman hefur haldið áfram að verja borgina og að hjálpa lögreglunni að ná vondu köllunum. Ásamt lögreglustjóranum Gordon og nýja saksóknaranum Harvey Dent nær hann að fanga flesta krimma borgarinnar, en aðalgaurarnir sleppa með mútum (minnir mig) en þrátt fyrir minni glæpatíðni þurfa þeir að díla við Jókerinn sem virðist ráðast á fólk næstum án ástæðu. En síðan koma fram myndbönd frá Jókerinn þar sem hann segist vilja að Batman gefi fram sitt rétta sjálf. Bruce Wayne fer því að berjast við það innra með sér að gefa sig fram til þess að bjarga borginni og stoppa morð Jókersins á saklausum manneskjum. Þetta verður því barátta góðs og ills. Barátta milli Jókersins sem er sadisti og virðist ekki drepa af neinni ástæðu og hann virðist vera tákn verri tíma. Meðan að Batman er tákn góðra tíma og vonar, en það virðist sem fólk sé að missa traustið sem það hafði áður.

Ég hugsa að þetta hafi algjörlega verið besta myndin sem ég sá þetta árið. Hún var alveg rosalega vel gerð og útpæld. Frábærir leikarar í hverju horni. Þó svo að lát Heath Ledger hafi vissulega haft áhrif á vinsældir myndarinnar og goðsagnakenndan leik hans, þá var hann frábær í myndinni. Hann náði að gera Jókerinn algjörlega geðsjúkan og í næstum hvert skipti sem hann kom fram fékk ég gæsahúð og hrylling. Vegna þessa leiksigurs verður Christian Bale nokkuð undir, hann á að vera hetjan en maður vill eiginlega bara séð anti-hetjuna í hans stað. Mér fannst líka Morgan Freeman og Michael Caine frábærir í sínum hlutverkum sem og Aaron Eckhart.

Þessi mynd er nú kannski ekki beint Óskarverðlauna efni þó svo að hún eigi það alveg skilið. Heath Ledger mun líklegast vinna fyrir sitt hlutverk, vegna þess hvað hann var rosalega góður en það hann hafi látið lífið stuttu eftir mun líklegast spila svolítið hlutverk í því (sem er bara eðlilegt). Þetta verður líklegast ein af ódauðlegu myndunum sem allir sjá einhvern tímann.


Forgetting Sarah Marshall


Þessi mynd fjallar um Peter, sem er kvikmyndatónskáld en hann semu lög fyrir vinsælan glæpasagnaþátt (svipað og CSI) en aðalstjarnan í þeim þáttum er kærastan hans, Sarah Marshall. Hún segir honum upp á mjög eftir 5 ára samband og hann fer að sjá hana í slúðurblöðunum með skrítnum breskum tónlistarmanni, Aldous. Peter verður mjög þunglyndur og erfiður í skapinu en stjúpbróðir hans fær hann til þess að fara til Hawaii og slappa af. Hann er bjartsýnn á leiðinni en þegar hann er að tjékka sig inn á hótelið þá sér hann að Sarah og Aldous eru þar líka. Þunglyndið og ástarsorgin tekur sig upp aftur. En með aðstoð móttökustelpu hótelsins og annarra starfsmanna þess fer hann að lifna við aftur og líta glaðar á lífið þó svo að hann sé alltaf að rekast á Söruh og Aldous.

Þetta er frábær grínmynd sem skilur ekkert eftir sig nema bros á vör. Peter er mjög brjóstumkennanleg persóna sem mannir byrjar að þykja vænt um strax í byrjun. Hann virðist vera "stelpan" í sambandinu og tekur sambandslitunum samkvæmt því. Maður vill að honum líði betur og gangi betur og þegar það virðist fara að takast þá líður manni vel.

Eitt af mínum uppáhaldsatriðum er þegar hann þarf að syngja lag úr Drakúla söngleiknum sínum og syngur hann þá Sorgarkvæði Drakúla eða Dracula's lament. Maður býst við einhverju öðru en því sem kemur út. Ég hélt að þetta yrði bara fyndið lag en það var smá sorglegur tónn yfir því.
Hérna er linkur á það:
http://www.youtube.com/watch?v=sTQj1yEvlUY

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

Söngleikur byggður á sögunni um rakarann Benjamin Barker í leikstjórn Tim Burtons. Sagan gerist í London, en sirka 16 árum áður en myndin byrjar átti Benjamin fallega eiginkonu og nýfætt stúlkubarn og hann var hamingjusamur. En það var maður mjög öfundsamur út í Benjamin, Turpin dómari. Hann dæmir Benjamin sekan um glæp sem hann framdi ekki og sendir úr landi. Benjamin nær að snúa aftur til London sirka 16 árum seinna með hjálp ungs sjómanns, Anthonys. Benjamin hefur í útlegð sinni tekið upp nafnið Sweeney Todd. Við komuna til Londons fer han beint til Fleet Street, þar sem rakarastofan hans og heimili hafði verið. Þar er á neðri hæðinni bökusala Frú Lovett, verstu bökur í London. Hann spyr hana út í hvað hafi orðið um fyrri eigendur hússins. Hún segir honum frá því að þegar rakarinn hafi verið sendur í burtu, hafi rýkt mikil sorg en Turpin dómari hafi hjálpað mæðgunum mikið og þær á endanum flutt inn til hans. En stuttu seinna hafi konan misst vitið, verið lögð inn á geðsjúkrahús og látist þar. En dóttirin, Johanna er nú undir forsjá Turpins dómara. Benjamin/Sweeney fyllist af reiði og hefndarþörf. Hann setur aftur upp rakarastofu og tekur til blóðugra hefndaraðgerða á æðstu mönnum Londons þar til að hann komist að Turpin dómara.

Í þessari mynd eru vel valdir leikarar í hverju hlutverki. Johnny Depp leikur rakarann, merkilega vel þar sem hann er mjög dimm og þunglyndisleg persóna. Helena Bonam Carter leikur Frú Lovett og Alan Rickman Turpin dómara. En ungir og efnilegir leikarar eru í hlutverkum Anthonys og Johönnu, en Tim Burton gerir svolítið í því að blanda óreyndum og reyndum leikurum í myndum sínum.

Ég sá leikritið fyrir nokkrum árum sett upp í MA. Sagan er mjög dökk og sorgleg. Þannig er það einnig gert í myndinni, jafnvel þunglyndislegra. Allt er grátt og dökkt nema það sem er rautt og það virðist vera vond lykt yfir öllu. Þetta er alveg nett ógeðsleg mynd og mjög blóðug en frábær söngleikur. Stephen Sondheim samdi tónlistina (en hann samdi textanna í West Side Story). Það var aðallega tónlistin sem og leikurinn sem heillaði mig við þessa sorglegu mynd. Hún er mjög eftirminnanleg ekki s

Twilight

Eins síðasta myndin sem ég sá á árinu og með þeim betri. Myndin fjallar um Bellu sem flytur til pabba síns til þess að mamma hennar og stjúppabbi geti ferðast. Pabbi hennar býr í litlum bæ í Washington þar sem allir þekkja alla. Bella er ekkert stór hrifin af því að hafa flutt en umber það. Hún kemur inn á miðja önn í nýjann skóla þar sem hún þekkir engan. En þar sem hún er ný vekur hún mikla athygli og eignast ágætis vini um leið. Strax fyrsta daginn tekur hún eftir ótrúlega fallegum krökkum, sem kemur síðan ljós að eru öll fóstursystkini. Hún tekur þá sérstaklega eftir einum af strákunum, Edwardi. Hún dregst strax að honum en í fyrstu virðist sem hann sé að gera allt sem hann getur til þess að forðast hana. En síðar verða þau vinir og hún fer að komast að því að hann og fjölskylan hans eiga sér stórt leyndarmál. Þau eru öll vampírur. Eiga þau sér einhverja framtíð saman eða mun hann éta Bellu, er stóra spurningin í gegnum alla myndina.

Þessi mynd hefur verið og var ein sú vinsælasta í kvikmyndahúsum bæði vestanlands og hér á landi. Ég sá einnig að hún var vinsælust með stelpna/kvenna frá 12 - 30 ára. Rómantískar vampíru myndir hafa ávallt verið mjög vinsælar meðal kvenna. Hugsanlega gæti það verið vegna þess að margar konur hafa þann the bad boy complex þ.e. að vilja gera slæma manninn að góðum (samanber konum sem senda föngum ástarbréf). Það á kannski ekki við þessa mynd. Strákurinn sem leikur vampíruna Edward, Robert Pattison, er ekki beint slæma stráka týpan en hann er rosalega dularfullur og gerður þannig enn þá meira með litalisnum (tópas lituðum og svörtum til skiptis). Hann er alltaf með hálft bros öðru megin á andlitinu sem gefur í skyn mikið sjálfsöryggi. Hann er líka mjög fölur (reyndar eru allar vampírurnar mjög hvítar í framan og Bella er einnig látin vera mjög föl). Það er erfitt að útskýra hvað það er við Twilight sem gera hana svona góða. Þetta er bara vel útpæld mynd, stimplað fyrir ungar konur, með nett flóknum útskýringum og margt er skilið eftir í loftinu (og ekki útskýrt) sem veldur því að maður getur ekki beðið eftir næstu mynd.

Það sem mér fannst einna best við þessa mynd var að hún var gerð á mjög láu budgeti þannig að allt er mjög einfaldlega gert, þ.e. tækniatriðin en það virkar einhvern veginn. Ég las bókina eftir að hafa séð myndina og þá komst ég að því að eila allt sem kemur fram í myndinni kemur líka fram í bókinni. Framleiðendum myndarinnar hafa líka tekist að finna manneskjur sem henta vel til þess að leika persónurnar (eftir því hvernig þeim er lýst í bókinni). Í febrúar/mars verður byrjað að taka upp framhaldið, New Moon. En ég hugsa að sú mynd muni ekki vera eins vinsæl. Í seinni bókinni kemur Edward mjög lítið fram og ég las í einhverju blaði að aðdáendur myndarinnar (sem fíla ekki bækurnar) vilja breyta söguþræðinum til þess að Edward verði meira í mynd. Persónulega finnst mér önnur bókin miklu betri og vill þar af leiðandi ekki breyttan söguþráð.

Fleiri góðar myndir 2008
Hancock
The Chronicles of Narnia: Prince Caspian
Yes Men