Seinasta föstudag kom Valdís Óskarsdóttir í heimsókn til okkar. Fyrirlestur hennar var bæði áhugaverður og fræðandi. Um leið og hún settist niður gerði ég mér grein fyrir að ég myndi læra sitthvað af þessu. Valdís skrifaði niður beinagrindina að handritinu í einum rikk, en þar sem það var ekkert eiginlegt handrit var ekki hægt að fá styrk frá kvikmyndanefnd. En úr varð mynd, þar sem flest allt er spunnið. Eftir heimsókn Valdísar fór ég aftur á myndina og skemmti mér jafnvel betur. Mér fannt mjög sniðugt hvernig allar persónurnar höfðu sín eigin leyndarmál og að hinir leikaranir vissu ekki um þau.
Myndin fjallar um Ingu og Barða sem ætla að gifta sig í sveitarkirkju og leigja tvær rútur fyrir sitthvora fjölskylduna. Ferðin gengur nokkuð brösulega og mörg leyndarmál koma upp á yfirborðið.
Þó svo að þessi mynd sé ekkert meistaraverk, þá hafði hún sitt skemmtunar gildi. Mér fannst líka nokkuð góð tilbreyting frá hinum týpísku íslensku myndum sem oft hafa þunglyndislegt yfirbragð. En að mínu mati stálu eldri leikararnir senunni að mestu. Herdís Þorvalds var bara hrein snilld, samkvæmt Valdísi var búið að ákveða hvað hún ætti að segja (Herdís hélt að hún gæti ekki spunnið) en síðan komst hún í karakter og spann ýmislegt. Í slagsmála atriðinu sést ættarbýlið mitt sem mér fannst æðislegt, því þar gat maður fundið á hvaða leið þau voru. Í sjoppuatriðinu eru þau á Vegamótum og pabbi minn sem var með mér í bíó hnikkaði í mig og hvíslaði: “þarna eru bekkirnir sem ég smíðaði!” Gerði upplifunina aðeins nærri því sem maður þekkti.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Aðdáunarvert að borga sig tvisvar á íslenska mynd.
Ég myndi vilja fá að vita öll leyndarmálin sem komu ekki fram.
Post a Comment