Nafn stuttmyndar: Sunnudagsmorgunn
Hópur 1: Anna, Íris, Tryggvi og Breki
Þema: Morð/glæpur
Við hittumst eftir skóla á Mánudegi og eftir frekar langt "Brainstorm", þá komust við að niðurstöðu um að þetta yrði mynd þar sem áhorfandinn gæti ekki séð alveg strax hver hefði verið drepinn og hver dræpi. Við ákváðum að taka þetta upp í heimahúsi og láta aðalpersónuna vakna og fara fram og gera allt sem fólk gerir þegar það vaknar. Við fórum heim til Breka og eftir að hafa beðið nokkuð eftir að Tryggvi kæmi aftur, gátum við hafist handa. Tryggvi og Íris sáu um leikinn, Breki um myndavélina og þar af leiðandi klippivinnuna og ég um hljóðið. Við fórum oftast einu sinni tvisvar yfir senuna áður en hún var tekin upp. Flest allar senurnar heppnuðst í fyrstu töku sem betur fer, þó svo að rista brauðið náðist ekki alveg nógu og vel. Lagið sem spilað er undir heitir Sunday Morning með - Velvet Underground.
Á endanum varð mynd til sem við urðum þokkalega sátt með. Þetta var bara nokkuð skemmtilegt og fræðandi og gaman að táka þátt í svona verkefni.
Sunday, September 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 3 stig.
Fín mynd. Að mörgu leyti mjög vel unnin.
Post a Comment