Saturday, September 20, 2008

Citizen Kane (1941) - Orson Welles

Citizen Kane (1941) - Orson Welles


Myndin er einhvers konar heimildamynd um líf Charles Foster Kane, ríks fjölmiðlamanns. Í byrjun myndarinnar sést hann halda á snjókúlu sem hann missir og segir "Rosebud". Það er seinasta andartak Charles og síðan er hann látinn. Fjölmiðlafár kemst á við dauða hans og blaðamaður, Thompson er fenginn til að grafa upp hvað seinustu orðin hans þýddu. Hann er hluti af hóp manna sem gera fréttamynd um líf Charles Kane. En eitthvað virðist vanta svo þeir senda Thompson á stað að finna út eitthvað meira um líf þessa merka manns. Hann talar við vini, vinnufélaga og seinni konu hans og les dagbók mannsins sem ól hann upp. Á meðan fólkið er að segja frá lífi Charles koma endurminningarnar fram á skjánum. Þessi mynd markaði upphaf í kvikmyndagerð og nýjar tæknibrellur komu fram sem áður höfðu ekki sést. Það má geta til þess að Orson Welles leikur Charles í myndinni.

Myndin var að mínu áliti vel tekin upp, vel leikin og vel gerð í alla staði. En hún var langdregin og hélt ekki alltaf athygli minni. Charles var greinilega vel útpæld persóna og flókin. Það er gott að hafa séð þessa mynd þar sem hún er svo mikil hluti af kvikmyndasögunni, var til að mynda valin besta mynd allra tíma.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætis færsla. 3 stig. Og mæting...