Thursday, August 28, 2008

Reykjavík shorts & docs part 1

Ég ákvað að skella mér á úrval skoskra heimildamynda, en mér var síðan tilkynnt að þær yrðu ekki sýndar heldur stuttmyndin Pétur og úlfurinn og ein af þessum skosku myndum. En annað átti eftir að koma í ljós.

Fyrst var sýnd skoska heimildarmyndin Standing Start.

Myndin fjallaði um hjólreiðakappann Craig MacLean og var undirbúningur hans fyrir keppni sýndur og undir heyrðist karlmannsrödd lesa Ódysseifskviðu. Áhorfendur sáu Craig að lyfta, æfa sig fyrir keppnina og spila á trommur. Hlutarnir sem lesnir voru úr Ódysseifskviðu voru um það hvernig styrkur Ódysseifs náði yfir visku hans, þ.e. styrkur er betri en viska. Æsileg tónlist var spiluð í bakrunninum til þessa magna áhrifin og spennuna sem greinilega sást í hjólreiðakappanum. Síðan var eins og komist væri að niðurstöðu þegar skotið var til þess að starta keppninni, hann gat lyft lóðunum og trommaði æsilega. Það var eitt flottasta atriðið að mínu mati, mér fannst eins og þá meikaði myndin loks sens. Einn gallinn fannst mér að hún leið hægt, alltaf verið að byggja upp spennu og sýna ákefðina en lítið síðan gert úr því.


Síðan var ekki Pétur og úlfurinn heldur heimildarmyndin Ísland 63° 66° N.


Í byrjun leit þetta út fyrir að vera ágæt mynd. Fallegar myndir af náttúru Íslands og þýskur maður talandi undir um upplifun sína þegar hann var hérna. Tónlistin var frekar skrýtin til að byrja með; lög með ping pong hljóðum þegar sýnt var Jökulsárlón og slétt landslag. Þetta átti samt eftir að skána og tónlistin varð meira viðeigandi þegar komið var upp á hálendið. Þá fór sögumaðurinn með íslenskt ljóð þýtt yfir á þýsku og síðan textað fyrir neðan á ensku. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á að þarna væri um þekkt kvæði að ræða. Þarna var til dæmis línan “My finest horse I would give to be in a safe place.” En eftir það gat ég varla haldið augunum uppi, þetta var hætt að vera fallegt og gaman. Þó svo að þetta hafi verið sirka klukkutími leið þetta alltof hægt og manneskjan sem fór með mér blundaði aðeins. Ég get ekki sagt að ég mæli með þessari mynd fyrir neinn nema þá kannski útlendingum sem eru gjörsamlega ástfangnir af auðlendi Íslands og mér myndi ekki langa að borga til þess að sjá part 2.

Saturday, August 23, 2008

Blogg

Þetta verður Kvikmyndagerðar bloggið mitt.

-Anna